fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

25.000 Suður-Kóreubúar hafa látið grafa sig lifandi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. nóvember 2019 05:59

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 25.000 Suður-Kóreubúar hafa látið grafa sig lifandi frá 2012. Það er Hyowon Healing Center í Seoul sem býður fólki upp á þá þjónustu að láta grafa sig lifandi. Inni í ferlinu er falið að fólk fær líkklæði, myndir frá útförinni, erfðaskrá er gerð og síðan fær fólkið að liggja í líkkistu í tíu mínútur. Það er sem sagt verið að líkja eftir jarðarför.

Unglingar og fullorðnir hafa nýtt sér þjónustu og eins og tölurnar gefa til kynna nýtur hún töluverðra vinsælda. Choi Jin-kyu, háskólanemi, sagði að tíminn í kistunni hafi hjálpað honum að skilja að hann eigi ekki að líta á annað fólk sem keppinauta.

Suður-Kórea var í 33. sæti af 40 í nýlegri rannsókn þar sem rannsakað var hvernig fólki líður. 2016 var sjálfsvígstíðnin í landinu næstum því tvöfalt hærri en að meðaltali á heimsvísu. 20,2 af hverjum 100.000 landsmönnum tóku eigið líf það ár.

Jeong Young-mun, forstjóri Hyowon Healing Center, segir að þjónustan eigi að hjálpa fólki að meta líf sitt að verðleikum og sækjast eftir fyrirgefningu eða sáttum

„Við erum ekki hér að eilífu og því finnst mér þessi reynsla svo mikilvæg. Við getum sagt fyrirgefðu og sæst hraðar og lifað lífinu ánægð.“

Segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Í gær

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“