fbpx
Laugardagur 08.ágúst 2020
Pressan

Lögreglumennirnir trúðu ekki eigin augum þegar þeir kíktu í IKEA-pokann

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. nóvember 2019 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 4. júlí  á síðasta ári voru lögreglumenn á ferð í Skøyen í Osló. Þar sáu þeir 36 ára karlmann sem var með IKEA-poka. Þeir þekktu manninn vegna fyrri afskipta lögreglunnar af honum og ákváðu því að ræða við hann. Þegar lögreglumennirnir kíktu ofan í IKEA-pokann trúðu þeir varla eigin augum.

Í pokanum voru 9.000 ólöglegar lyfjatöflur. En þar með var málinu ekki lokað því maðurinn, sem var auðvitað handtekinn, var með húslykla á sér. Hann vildi ekki segja lögreglunni að hvaða íbúð þeir væru en lögreglumennirnir gáfust ekki upp og gengu á milli húsa og könnuðu hvort lyklarnir pössuðu. Að lokum fundu þeir réttu íbúðina og fóru inn í hana. Þar inni mætti þeim ótrúleg sjón því þar voru tæplega 380.000 lyfjatöflur, aðallega Rivotril og Ksalol. Þetta eru róandi lyf sem eru ólögleg í Noregi.

Áætlað söluverðmæti lyfjanna er sem nemur allt að 60 milljónum íslenskra króna.

Hinn handtekni er frá Alsír. Þegar hann kom fyrst til Noregs 2012 sagðist hann vera flóttamaður frá Líbanon. Síðar var hann handtekinn og var þá með grískt vegabréf í fórum sínum. Það reyndist vera falsað.

Honum var vísað úr landi í Noregi 2012 eftir að hafa verið sakfelldur fyrir að vera með ólöglegan hníf á sér auk 400 Rivotril tafla. En það hindraði hann ekki í að koma aftur til Noregs 2013.

Saksóknari segir að nýja málið sé það stærsta sinnar tegundar sem nokkru sinni hefur komið upp í Noregi. Maðurinn var nýlega dæmdur í rúmlega sjö ára fangelsi og verður vísað úr landi að afplánun lokinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir mögulegt að COVID-bóluefni verði tilbúið fyrir kjördag – „Ég vil bjarga mannslífum“

Trump segir mögulegt að COVID-bóluefni verði tilbúið fyrir kjördag – „Ég vil bjarga mannslífum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarlegt tap Lufthansa

Gríðarlegt tap Lufthansa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hörmungarnar í Beirút – Yfir 50 látnir og þúsundir slasaðir

Hörmungarnar í Beirút – Yfir 50 látnir og þúsundir slasaðir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump – „Engum líkar við mig“

Trump – „Engum líkar við mig“