Mánudagur 09.desember 2019
Pressan

Fólk í mikilli ofþyngd verður oftar krónískt veikt en reykingafólk

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. nóvember 2019 07:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhollara en áður var talið að vera í mikilli yfirþyngd. Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að fólk í mikilli yfirþyngd verður oftar krónískt veikt en fólk sem reykir daglega. Feita fólkið fær einnig fleiri króníska sjúkdóma samtímis.

Það var danska lýðheilsustofnunin sem gerði rannsóknina. Í umfjöllun Politiken um rannsóknina er haft eftir Stine Schramm, verkefnastjóra rannsóknarinnar, að reykingar og ótímabær dauðsföll tengist sterkum böndum en það hafi komið á óvart að sterkustu tengslin á þróun krónískra sjúkdóma hafi verið hjá fólki í mikilli ofþyngd.

Í rannsókninni var fylgst með  rúmlega 56.000 Dönum á aldrinum 45 til 67 ára frá 2010 til 2018. Fólkinu var skipt í eftirfarandi hópa: reykingafólk, mikil áfengisneysla, hreyfa sig lítið, óhollt mataræði og mikil yfirþyngd.

Eftir átta ár átti fólk í mikilli ofþyngd þrisvar sinnum frekar á hættu að fá sjúkdóma á borð við sykursýki 2, of háan blóðþrýsting, hjarta- og æðasjúkdóma og fleira en þeir sem ekki voru of þungir. Hjá reykingafólki voru líkurnar einu og hálfu sinni meiri eftir átta ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Við stöndum frammi fyrir baráttu upp á líf eða dauða“

„Við stöndum frammi fyrir baráttu upp á líf eða dauða“
Pressan
Fyrir 2 dögum

SAS íhugar að stofna nýtt flugfélag

SAS íhugar að stofna nýtt flugfélag
Pressan
Fyrir 3 dögum

142.000 manns létust úr mislingum 2018

142.000 manns létust úr mislingum 2018
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kveikt í konu sem var á leið í dómssal að bera vitni í nauðgunarmáli

Kveikt í konu sem var á leið í dómssal að bera vitni í nauðgunarmáli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Laug á starfsumsókn – í gær fékk hún þungan dóm

Laug á starfsumsókn – í gær fékk hún þungan dóm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Milljarðamæringur dó á dularfullan hátt

Milljarðamæringur dó á dularfullan hátt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þungar ásakanir í garð H&M – „Þetta er eins og sértrúarsöfnuður“

Þungar ásakanir í garð H&M – „Þetta er eins og sértrúarsöfnuður“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Konur útskýra af hverju þær vilja frekar nota titrara en stunda kynlíf með körlum

Konur útskýra af hverju þær vilja frekar nota titrara en stunda kynlíf með körlum