fbpx
Fimmtudagur 24.september 2020
Pressan

Hjó fingurinn af eftir að eiturslanga beit hann

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. nóvember 2019 17:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var sextugur kínverskur bóndi, Zhang að nafni, að höggva eldivið nærri þorpinu sínu í fjallendi nærri Hangzhou. Þá kom eiturslanga og beit hann í fingur. Hann bar kennsl á slöngutegundina en hún gengur undir nafninu ”fimm skrefa slangan” á þessu svæði því fólk telur að fórnarlömb bita hennar nái aðeins að taka fimm skref eftir bitið og síðan detti þau örend niður.

Í örvæntingu sinni hjó hann fingurinn af sér til að koma í veg fyrir að eitrið næði að berast um líkamann. South China Morning Post skýrir frá þessu. Fram kemur að Zhang hafi vafið klúta um höndina og síðan farið 80 km leið með járnbrautarlest til Hangzhou á sjúkrahús.

En hann gleymdi einu mikilvægu þegar hann lagði af stað. Fingrinum sem hann hafði hoggið af. Hann varð eftir uppi á fjalli og því gátu læknar ekki saumað hann á. Það hefur kannski ekki verið til að bæta skap Zhang að læknar gátu sagt honum að hann hefði ekki þurft að grípa til svo róttækra aðgerða eins og að höggva fingurinn af því slangan sé ekki nærri því eins eitruð og fólk telur.

Bit hennar getur valdið blæðingum, verkjum og bólgum en það eru ýkur að segja að fólk detti niður örenda áður en það nær að taka fimm skref.

Sjúkrahúsið hefur tekið á móti um 1.200 sjúklingum, sem voru bitnir af slöngum þessarar tegundar, það sem af er ári. Um 30 prósent þierra höfðu brugðist við á rangan hátt eins og Zhang. Sumir höfðu skorið fingur og tær af sér og aðrir notuðu band eða vír til þrengja að svæðinu sem bitið var í. Einnig eru dæmi um að fólk hafi reynt að berjast gegn eitrinu með því að brenna húð sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þurftu að sveigja Alþjóðlegu geimstöðinni fram hjá geimrusli

Þurftu að sveigja Alþjóðlegu geimstöðinni fram hjá geimrusli
Pressan
Í gær

Ökumaður reyndi að stinga lögregluna af – „Ég þarf svo mikið að kúka“ – Myndband

Ökumaður reyndi að stinga lögregluna af – „Ég þarf svo mikið að kúka“ – Myndband
Pressan
Í gær

Þýskur saksóknari segist hafa sannanir fyrir því að Madeleine McCann sé látin

Þýskur saksóknari segist hafa sannanir fyrir því að Madeleine McCann sé látin
Pressan
Í gær

Óhugnanlegt morðmál fyrir dómi – Játar að hafa myrt eiginkonuna með sveðju á götu úti

Óhugnanlegt morðmál fyrir dómi – Játar að hafa myrt eiginkonuna með sveðju á götu úti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn – Engin tengsl á milli einhverfu og bóluefnis gegn svínaflensunni

Ný rannsókn – Engin tengsl á milli einhverfu og bóluefnis gegn svínaflensunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sögulegar bækur að verðmæti 440 milljóna fundust niðurgrafnar í Rúmeníu

Sögulegar bækur að verðmæti 440 milljóna fundust niðurgrafnar í Rúmeníu