fbpx
Miðvikudagur 23.september 2020
Pressan

Reistu styttu til heiðurs fíkniefnasölum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. nóvember 2019 19:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á hverjum degi getur árvökult fólk séð þegar fíkniefnasalar, flestir af afrískum uppruna og/eða ólöglegir innflytjendur, bjóða fíkniefni til sölu í Görlitzer Park í hjarta Berlínar. Lögreglan segir svæðið vera „heitt svæði“ hvað varðar afbrot því fíkniefnasölunni fylgir ýmis óróleiki og ofbeldisbrot.

BZ er meðal þeirra þýsku fjölmiðla sem skýrir frá þessu. Fram kemur að sérstaklega að kvöld- og næturlagi sé garðurinn ekki öruggt svæði til að vera í og því forðast heiðvirðir borgarar að leggja leið sína þangað.

Nýlega ákvað hópur, tengdur bandarísk-franska listamanninum Scott Holmquist, að reisa styttu í garðinum til að sýna samstöðu með fíkniefnasölunum. Stytta fékk nafnið „Der letzte held“. Hún var þriggja metra há og fékk að standa í sólarhring í miðjum garðinum. Styttan sýndi manneskju, greinilega af afrískum uppruna, í jakka og með farsíma í hönd. Á styttunni var einnig tafla þar sem búið var að skrifa innihaldslýsingu fíkniefna.

Ein aðalhugmyndin að baki styttunni var að hún væri einhverskonar svar við nýlegum mótmælum Pegida, sem er stjórnmálahreyfing sem er andsnúin innflytjendum, í garðinum. Þau mótmæli fóru fram undir yfirskriftinni „Þar sem réttarríkið bregst geta fíkniefnasalar starfað óáreittir“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Í gær

Twitter vill ekki Obama – „Ég er að gera hryllilega tilraun“

Twitter vill ekki Obama – „Ég er að gera hryllilega tilraun“
Í gær

Fáskrúð í Dölum komin yfir 200 laxa

Fáskrúð í Dölum komin yfir 200 laxa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leitaði að dóttur sinni í 19 ár – Þá varð kúvending í málinu

Leitaði að dóttur sinni í 19 ár – Þá varð kúvending í málinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nýjar leiðbeiningar um kynlíf á tímum kórónuveiru – Sjálfsfróun og kynlíf á stórum opnum svæðum

Nýjar leiðbeiningar um kynlíf á tímum kórónuveiru – Sjálfsfróun og kynlíf á stórum opnum svæðum