fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Íbúðin stóð mannlaus í 70 ár – Mögnuð sjón blasti við þegar hún var loks opnuð

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. nóvember 2019 06:00

Ryk og ýmislegt fleira var í íbúðinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar uppboðshaldari opnaði dyrnar að íbúð einni í miðborg Parísar trúði hann varla eigin augum. Íbúðin hafði staðið mannlaus í 70 ár og eins og hann átti von á var mikið af ryki og köngulóarvefjum í henni. En það var ýmislegt annað í henni.

Íbúðin var í eigu Madame de Florina, sem neyddist til að flýja heimili sitt 23 ára að aldri, þegar síðari heimsstyrjöldin braust út. Hún læsti einfaldlega dyrunum og flúði suður á bóginn undan nasistum.

Heimsstyrjöldinni lauk 1945 en Madame de Florian sneri aldrei aftur heim. Enginn hafði því komið inn í íbúðina þegar hún lést 2010, 91 árs að aldri. Það var ekki fyrr eftir andlát hennar að fjölskylda hennar komst að því að hún ætti lúxusíbúð í París. Uppboðshús var því fengið til að meta það sem var í íbúðinni.

Strúturinn.

Þar voru húsgögn frá upphafi tuttugustu aldarinnar og eldhúsið var fullt af gömlu postulíni. Margar aðrar gersemar leyndust þar, uppstoppaður strútur, verðmæt málverk og gömul dúkka af Mikka Mús. En það sem vakti einna mesta athygli var málverk af fallegri konu. Þetta reyndist vera mynd af ömmu Madame de Florian sem hafði átt íbúðina á undan henni. Í fyrstu vissi uppboðshaldarinn ekki hver hafði málað myndina en eftir smá rannsóknarvinnu kom í ljós að það var Giovanni Boldini en hann var mjög virkur á „La belle époque“ tímabilinu. Málverkið var málað 1888 þegar amma de Florian var 24 ára. Það seldist fyrir 3,4 milljónir dollara á uppboði.

Málverkið góða.

En eftir stendur að ekki er vitað af hverju de Florian sneri aldrei aftur í íbúðina sína og við því fæst líklegast aldrei svar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás
Pressan
Fyrir 3 dögum

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi