Mánudagur 09.desember 2019
Pressan

Gerði ótrúlega uppgötvun í garðinum sínum – Leysti 64 ára gamla ráðgátu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. nóvember 2019 21:30

Arne Odd Togerson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var Kjell Norli að grafa í garðinum sínum með gröfu. Hann býr nærri Mandal í Noregi. Skyndilega rakst skóflan á eitthvað óvenjulegt í jarðveginum. Hann var þá kominn niður á um hálfs metra dýpi. Hann kíkti ofan í holuna og sá gamla byssu og stígvél.

Því næst fann hann höfuðkúpu og fleiri leifar af manni.

„Þegar ég fann höfuðkúpuna hugsaði ég með mér að þetta hlyti að vera Torgersen. Byssan passaði einnig við þá sem hann átti að hafa tekið með sér.“

Sagði Norli í samtali við TV2. Hér á hann við Arne Odd Torgersen sem hvarf sporlaust frá heimili sínu í Holum, sem er norðan við Mandal, árið 1955. Allar götur síðan hefur hvarf hans þótt mjög dularfullt.

Norli hafði samband við lögregluna sem hóf rannsókn á málinu og staðfesti eftir rannsóknir réttarmeinafræðinga að um líkamsleifar Torgersen væri að ræða. Hægt var að staðfesta það með því að bera tennurnar í höfuðkúpunni saman við fyrirliggjandi upplýsingar um tennur Torgersen. Stígvélin, sem Norli fann einnig, pössuðu einnig við þær upplýsingar sem lögreglan hafði um mál Torgersen.

En mörgum spurningum er enn ósvarað í málinu. Lögreglan telur að Torgersen hafi verið myrtur en hefur ekki á miklu að byggja og hefur hvatt þá sem búa yfir upplýsingum um málið til að gefa sig fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Kveikt í konu sem var á leið í dómssal að bera vitni í nauðgunarmáli

Kveikt í konu sem var á leið í dómssal að bera vitni í nauðgunarmáli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Banani seldist á 15 milljónir

Banani seldist á 15 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Konur útskýra af hverju þær vilja frekar nota titrara en stunda kynlíf með körlum

Konur útskýra af hverju þær vilja frekar nota titrara en stunda kynlíf með körlum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sönnunargagn varð lögmanni að bana í réttarsal

Sönnunargagn varð lögmanni að bana í réttarsal