fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

Innbrotsþjófar segja frá: Þetta eru staðirnir í húsinu sem þeir fara fyrst á

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 8. nóvember 2019 22:00

Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fer eflaust um marga þegar þeir heyra fregnir af innbrotum í sínu nærumhverfi. Innbrotsþjófar svífast einskis í leit að verðmætum og hugsa lítið um tilfinningalíf íbúa.

Breska blaðið Mirror fjallaði ítarlega um innbrot í Bretlandi á vef sínum en þar var bent á að veturinn væri sá tími þegar innbrotsþjófar fara á kreik – enda . Þá birti blaðið frásagnir nokkurra einstaklinga sem stunduðu innbrot um þá staði sem þeir fara fyrst á þegar brotist er inn.

Innbrotsþjófar nefndu fyrst að íbúar ættu að forðast eins og heitan eldinn að geyma verðmæti, til dæmis skartgripi eða peninga, í skúffum og skápum til dæmis í forstofunni eða borðstofunni. Þetta séu þeir staðir sem innbrotsþjófar fara fyrst á.

Mæla þeir með því að fólk feli verðmætin frekar í til dæmis pökkum utan um morgunkorn eða pasta inni í skápum. Þá séu barnaherbergi hálfgerð bannsvæði hjá mörgum innbrotsþjófum enda þurfa þjófar að vera býsna sálarlausir til að snúa barnaherbergjum á hvolf. Þá séu litlar líkur á að þjófar hafi fyrir því að kíkja til dæmis undir sófa.

Margir leggja í vana sinn að geyma bíllykla í anddyrinu en þjófarnir fyrrverandi hvetja fólk til að geyma þá annars staðar, til dæmis í skápum inni í eldhúsinu innan um umbúðir af matvælum. Ef fólk geymir mikla peninga gæti verið sniðugt að geyma þá til dæmis í hulstrum af DVD-myndum ef þau eru til staðar.

Forsvarsmenn tryggingafélagsins John Lewis hvetja fólk sem er á leið í frí að fá einhvern til að taka til dæmis póst frá útidyrahurðinni svo hann safnist ekki upp. Uppsafnaður póstur er ein besta vísbendingin um að enginn sé heima og þjófarnir hafi því tíma til að athafna sig. Þá sé sniðugt að hafa kveikt kannski á einu eða tveimur ljósum því það fælir innbrotsþjófa frá.

Þeir sem vilja hafa öryggið í fyrirrúmi eru auk þess hvattir til að fjárfesta í þjófavarnarkerfi og dyrabjöllum sem hafa myndavél. Misjafnt virðist vera hvenær innbrotsþjófar kjósa að brjótast inn. Sumir nefndu milli fjögur og fimm á daginn þegar fólk er á leið heim úr vinnu eða skóla. Þá nefndu aðrir miðja nótt þegar íbúar eru í fasta svefni. Innbrotsþjófarnir nefndu einnig að í sumum tilfellum fylgist þeir með húsum í allt að tvo mánuði áður en þeir láta til skarar skríða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?
Pressan
Í gær

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV
Pressan
Fyrir 3 dögum

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum