fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Snjallhátalari á að hjálpa lögreglunni við að leysa undarlegt morðmál

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. nóvember 2019 18:00

Echo frá Amazon. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Flórída í Bandaríkjunum hefur beðið Amazon netverslunina um upptökur úr Echo smart hátalara sem var í herbergi þar sem kona var myrt í sumar. Vonast er til að hátalarinn hafi tekið upp hljóð í herberginu og geti upptökurnar varpað ljósi á hver myrti konuna.

Konan, hin 32 ára Sylvia Galva Crespo, var stungin í bringuna með spjóti og lést af völdum stungunnar. The Guardian segir að þegar lögreglan kom á vettvang hafi Sylvia legið blæðandi á gólfinu en hjá henni var vinkona hennar sem reyndi að bjarga lífi hennar. Það tókst því miður ekki.

Adam Crespo, eiginmaður hennar, er grunaður um morðið. Vinkonan segist hafa heyrt hjónin rífast áður en Sylvia var myrt. Adam neitar sök og því vill lögreglan nú heyra hvað gekk á í aðdraganda morðsins.

Adam segir að Sylvia hafi látist fyrir slysni, ekki hafi verið um morð af yfirlögðu ráði að ræða. Við yfirheyrslur sagði hann að spjótið hefði brotnað fyrir mistök þegar þau hjónin rifust og að oddur þessi hefði fyrir algjöra tilviljun lent í bringu Sylvia. Hann segist hafa dregið oddinn út í þeirri von að aðeins væri um lítið sár að ræða en það reyndist vera afdrifarík ákvörðun. En af hverju spjótið var í íbúðinni hefur hann ekki útskýrt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?