Þriðjudagur 19.nóvember 2019
Pressan

Hún var dæmd í 30 ára fangelsi en níðingurinn látinn laus eftir tvö ár

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 9. október 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk kona, Tondalao Hall, hefur setið í fangelsi í fimmtán ár vegna þess að hún lét undir höfuð leggjast að tilkynna kærasta sinn til lögreglu vegna kynferðisbrota gegn börnum hennar.

Hall gerðist vissulega sek um glæp en það sem vakið hefur reiði margra er að sjálfur kærastinn, sá sem framdi brotin, var látinn laus úr fangelsi eftir að hafa setið í fangelsi í tvö ár.

Hall var dæmd í 30 ára fangelsi fyrir brotin en nú hefur skilorðsnefnd Oklahoma mælt með því að henni verði sleppt úr fangelsi. Málið er nú á borði ríkisstjórans Kevin Stitt sem tekur endanlega ákvörðun.

Líklegt þykir að Stitt veiti sitt samþykki en hann hefur heitið því að taka til hendinni í refsiréttarkerfi Oklahoma. Hvergi í heiminum eru jafn margir kvenkyns fangar og í Oklahoma miðað við mannfjölda. Megan Lambert, lögfræðingur Hall, segir að mál Hall varpi ágætu ljósi á hvers vegna svo margar konur eru í fangelsi í Oklahoma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Hve skelfilegt er þetta viðtal? Viðtal við Andrew Bretaprins sagt vera álíka slæm kynning og kjarnorkusprenging

Hve skelfilegt er þetta viðtal? Viðtal við Andrew Bretaprins sagt vera álíka slæm kynning og kjarnorkusprenging
Pressan
Fyrir 3 dögum

Aðalleikkona í hryllingsmynd grunuð um morð

Aðalleikkona í hryllingsmynd grunuð um morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er með 3,8 milljarða í árslaun og telur ójöfnuðinn vera orðinn of mikinn

Er með 3,8 milljarða í árslaun og telur ójöfnuðinn vera orðinn of mikinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flugfélög mega taka gjald fyrir nafnabreytingar á flugfarmiðum

Flugfélög mega taka gjald fyrir nafnabreytingar á flugfarmiðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leik lokið – Kínversk börn mega ekki spila netleiki eftir klukkan 22

Leik lokið – Kínversk börn mega ekki spila netleiki eftir klukkan 22
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kókaín rekur í stríðum straumum upp á franskar strendur

Kókaín rekur í stríðum straumum upp á franskar strendur