Þriðjudagur 19.nóvember 2019
Pressan

CNN neitar að birta auglýsingar frá Donald Trump

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. október 2019 21:30

Donald Trump. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska fréttastöðin CNN neitaði í síðustu viku að birta tvær auglýsingar frá kosningaframboði Donald Trump vegna forsetakosninganna á næsta ári. Segir sjónvarpsstöðin að ástæðan sé að í auglýsingunum sé ráðist á fréttamenn stöðvarinnar á ósanngjarnan hátt. Þar komi vísvitandi fram rangar upplýsingar um yfirvofandi ákæru á hendur forsetanum fyrir misnotkun valds og að þar komi fram óstaðfestar ásakanir um spillingu á hendur Joe Biden.

Tim Murtaugh, fjölmiðlafulltrúi framboðs Trump, staðhæfir að auglýsingarnar séu „algjörlega réttar og hafi verið yfirfarnar af lögmönnum“.

New York Times hefur eftir honum að CNN noti alla daginn í að vernda Joe Biden og því komi ekki á óvart að stöðin hafi ákveðið að vernda hann fyrir auglýsingum sem segja sannleikann.

Framboð Trump hefur birt auglýsingarnar á samfélagsmiðlum á undanförnum dögum. Önnur þeirra hefur titilinn „Biden Corruption“ (Biden spillingin) en þar koma fram óstaðfestar ásakanir á hendur Joe Biden fyrrum varaforseta.

Hin auglýsingin heitir „Coup“ (valdarán) en þar er vísað til fullyrðinga Trump um að demókratar séu að reyna að ræna völdm með því að hefja rannsókn á embættisfærslum hans. Í auglýsingunni eru demókratar sakaðir um að falsa sönnunargögn í málinu.

CNN hefur fallist á að birta þriðju auglýsinguna frá framboði Trump en í henni er farið yfir afrek forsetans á valdatíð sinni.

Það þarf kannski ekki að koma á óvart að Fox sjónvarpsstöðin hefur ekkert á móti því að birta auglýsingarnar enda er stöðin nokkurskonar málpípa Trump.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Hve skelfilegt er þetta viðtal? Viðtal við Andrew Bretaprins sagt vera álíka slæm kynning og kjarnorkusprenging

Hve skelfilegt er þetta viðtal? Viðtal við Andrew Bretaprins sagt vera álíka slæm kynning og kjarnorkusprenging
Pressan
Fyrir 3 dögum

Aðalleikkona í hryllingsmynd grunuð um morð

Aðalleikkona í hryllingsmynd grunuð um morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er með 3,8 milljarða í árslaun og telur ójöfnuðinn vera orðinn of mikinn

Er með 3,8 milljarða í árslaun og telur ójöfnuðinn vera orðinn of mikinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flugfélög mega taka gjald fyrir nafnabreytingar á flugfarmiðum

Flugfélög mega taka gjald fyrir nafnabreytingar á flugfarmiðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leik lokið – Kínversk börn mega ekki spila netleiki eftir klukkan 22

Leik lokið – Kínversk börn mega ekki spila netleiki eftir klukkan 22
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kókaín rekur í stríðum straumum upp á franskar strendur

Kókaín rekur í stríðum straumum upp á franskar strendur