fbpx
Fimmtudagur 26.nóvember 2020
Pressan

Sarah fékk dularfullar myndir og kynlífsleikföng í pósti í tíu ár – Fékk áfall þegar í ljós kom hver sendandinn var

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. október 2019 05:35

Sarah Garone. Mynd:Sarah Garone

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1996 fékk Sarah Garone, sem þá var 13 ára, stórt bréf með póstinum. Ekki kom fram hver sendandinn var. Hún var glöð þegar hún fékk bréfið því hún var viss um að í því væri tilkynning um að hún fengi inngöngu í klappstýrulið skólans hennar í Chandler í Arizona. En í bréfinu var aðeins fjöldi grófra klámmynda.

„Ég byrjaði bara að gráta.“

Segir hún í hlaðvarpinu Criminal.

Á þessum tíma vissi hún ekki að þetta var bara upphafið að tíu ára martröð þar sem viðkvæmir og persónulegir tölvupóstar hennar voru sendir til annarra og kynlífsleikföng voru send heim til hennar. Oft hvarf nærfatnaður úr skúffum hennar og hafði hún enga hugmynd um hver tók hann eða væri að senda henni kynlífsleikföngin og klámmyndir.

Frá 1996 til 2005 fékk Sarah mörg bréf frá þessum nafnlausa sendanda. Gróft klámefni var í þeim öllum.

„Ég ræddi þetta heima og reyndi að komast að hver var að verki. Voru þetta kannski einhverjir ömurlegir strákar í skólanum? Var þetta kannski einhver nágranni?“

Segir Sarah sem var full viss um að hún þekkti sendandann.

„Allir sem ég þekkti voru í skóla með mér. Í hvert sinn sem einhver sýndi mér áhuga setti ég hann á listann minn og spáði í hvort það væri hann sem gerði þetta.“

Síðan byrjaði nærfatnaður að hverfa úr skúffum hennar og henni fóru að berast pöntunarlistar fyrir nærföt sem höfðu verið pantaðir í hennar nafni. Að lokum fann hún kynlífsleikfang við útidyrnar.

Lögreglan rannsakaði málið en komst ekkert áleiðis.

Loksins einhver grunaður

Dag einn fékk Sarah bréf í pósti. Þetta var lítið umslag sem innhélt klámmyndir en að þessu sinni hafði verið skrifað á eina þeirra:

„Sarah. Ég elska þig. Ég þarfnast þín.“

Undir þessu stóð nafn pilts sem Sarah var skotin í.

„Ég nötraði og skalf. Ég grét. Ég var algjörlega slegin út af laginu.“

Segir hún í hlaðvarpinu og bætir við að hún hafi ekki þorað að spyrja piltinn út í þetta því hún hafi verið nokkuð viss um að hann hefði ekki sent myndirnar. Myndirnar voru einnig nákvæmlega eins og myndir sem hún hafði fengið sendar árið áður. Þá hafði hún ekki hitt piltinn, sem var skiptinemi og bjó erlendis.

Sarah og Anthony. Mynd:Sarah Garone

Hún vissi ekki hvernig einhver hefði getað komist að því að hún væri skotin í honum því hún hafði ekki sagt neinum það en hún hafði þó skrifað þetta í dagbókina sína.

„Annaðhvort hafði einhver lesið dagbókina eða þá var einhver góður í að giska rétt.“

Sarah flutti síðan til Chicago til að stunda háskólanám og fékk þá loks frið. Í fimm ár fékk hún ekki eitt einasta bréf og var orðin sannfærð um að sendandinn væri hættur. En þá gerðist þetta enn og aftur.

„Ég var rétt búin að trúlofa mig þegar þetta byrjaði aftur.“

Segir hún. Þá var búið að brjótast inn í tölvupóst hennar og breyta lykilorðum hennar og dreifa persónulegum tölvupóstum sem hún hafði sent unnusta sínum. Unnustinn, Anthony, starfar í tölvugeiranum og rakti hann slóð tölvupóstsendinganna og komst að því frá hvaða IP-tölu þeir voru sendir. Það reyndist vera IP-tala í heimabæ Sarah, Chandler í Arizona.

„Ég skildi ekkert í þessu.“

Segir Sarah.

Anthony komst þó ekki lengra en þetta og gat ekki séð hver hafði brotist inn í tölvupóst Sarah.

Þau gengu síðan í hjónaband og fluttu til Chandler. Þegar Sarah kom heim úr vinnu dag einn beið pakki við útidyrnar. Í honum var gervilimur. Nafn Anthony hafði verið prentað á blað sem var límt við liminn. Útidyrnar voru opnar. Sarah þorði því ekki inn og hringdi í Anthony sem kom heim úr vinnu. Hún hringdi einnig í stjúpföður sinn, Gary Hardy, sem starfaði skammt frá heimili hennar. Hann kom fljótlega og kannaði hvort einhver væri inni í húsinu.

„Ég var skíthrædd um að viðkomandi hefði farið inn í húsið.“

Sarah og Gary hringdu í lögregluna og tilkynntu um innbrot. Nokkrum vikum síðar hringdi lögreglumaður í hana og spurði hvort hún þekkti mann að nafni Gary Hardy. Hún sagði sem var að hann væri stjúpfaðir hennar.

Ritarinn kom upp um hann

Sarah segir að daginn sem hún fann gerviliminn á tröppunum hafi ritari stjúpföður hennar opnað pakka sem hann fékk sendan í vinnuna. Það kom henni mjög á óvart að gervilimur var í pakkanum. Þegar Sarah hringdi síðan í Gary og bað hann um að koma til að kanna hvort einhver væri í húsinu sagði Gary ritaranum að Sarah hefði fundið gervilim við útidyrnar og að einhver hefði farið inn í hús hennar.

„Ritaranum fannst sem hann væri ekki að fara til að hjálpa mér, heldur til að sjá viðbrögð mín.“

Segir Sarah.

Stjúpfaðirinn, Sarah og móðir hennar. Mynd:Sarah Garone

Ritarinn setti sig í samband við lögregluna um kvöldið og sagðist vera viss um að Gary hefði sent gerviliminn til Sarah. Lögreglan hófst þá handa við að rannsaka málið. Nokkrum vikum síðar játaði Gary allt. Hann játaði að hafa sent Sarah klámmyndir og fleira undanfarin tíu ár en sagði hana bera ábyrgð að hluta á þessu.

Gary Hardy var dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir brotin gegn Sarah og fleiri brot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Biden ætlar að leggja áherslu loftslagsmálin – John Kerry verður sérstakur sendifulltrúi hans

Biden ætlar að leggja áherslu loftslagsmálin – John Kerry verður sérstakur sendifulltrúi hans
Pressan
Í gær

Verslunarstjórinn skyldi ekki af hverju rafhlöður seldust svo vel – Síðan sá hann umfjöllun sem skýrði málið

Verslunarstjórinn skyldi ekki af hverju rafhlöður seldust svo vel – Síðan sá hann umfjöllun sem skýrði málið
Fyrir 2 dögum

Frábært að vera á fjöllum í svona verðri

Frábært að vera á fjöllum í svona verðri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefan Löfven – „Það sem við gerum núna sker úr um hverjir verða enn hjá okkur um jólin“

Stefan Löfven – „Það sem við gerum núna sker úr um hverjir verða enn hjá okkur um jólin“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Loka stórum hluta Kastrupflugvallar til 2022

Loka stórum hluta Kastrupflugvallar til 2022
Pressan
Fyrir 3 dögum

Salómonseyjar undirbúa að banna Facebook – Segja þetta gert að kröfu Kínverja

Salómonseyjar undirbúa að banna Facebook – Segja þetta gert að kröfu Kínverja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ryk loftsteina gæti afhjúpað sannleikann um lífið á jörðinni

Ryk loftsteina gæti afhjúpað sannleikann um lífið á jörðinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvaða áhrif hefur kjör Joe Biden á samskiptin við Norður-Kóreu?

Hvaða áhrif hefur kjör Joe Biden á samskiptin við Norður-Kóreu?