fbpx
Laugardagur 30.maí 2020
Pressan

Mokar barnaníðingur inn seðlum á Jóker-myndinni?

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 8. október 2019 12:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt þekktasta lag Gary Glitter, fyrrverandi rokkstjörnu og dæmds barnaníðings, er að finna í bíómyndinni um Jókerinn sem var frumsýnd um liðna helgi. Þetta hefur vakið athygli fjölmiðla erlendis, en lagið sem um ræðir heitir Rock & Roll Part 2 og kom út árið 1972.

Glitter var fyrst dæmdur í fangelsi árið 1999 fyrir vörslu barnakláms. Hann var svo dæmdur í þriggja ára fangelsi í Víetnam árið 2006 fyrir kynferðisglæpi gegn barnungum stúlkum og árið 2015 var hann dæmdur í sextán ára fangelsi í Bretlandi fyrir kynferðisbrot sem hann framdi á áttunda og níunda áratug síðustu aldar.

Breskir fjölmiðlar hafa fjallað nokkuð um þá staðreynd að lag eftir Glitter sé að finna í myndinni.

Breska blaðið The Sun greindi frá því að Glitter gæti fengið „nokkur hundruð þúsund pund“ fyrir lagið. Sérfræðingur sem breska blaðið Guardian ræddi við sagði þó að upphæðin væri að líkindum lægri. Þannig fái útgáfufyrirtæki sinn hlut og líklegt væri að Glitter myndi halda sjálfur eftir 30 prósentum af ágóðanum. Óvíst er þó hversu há sú upphæð er en líklega hleypur hún þó á þúsundum punda.

Þá bendir sérfræðingur sem Yahoo Movies ræddi við á að venjan sé sú að yfirleitt sé samið um eina greiðslu þegar lög eru notuð í kvikmyndum. Hversu há sú upphæð er fer eftir ýmsu, til dæmis hversu lengi lögin hljóma. „Þetta getur verið frá 500 pundum og upp í 250 til 500 þúsund pund. Það fer allt eftir listamanninum og mikilvægi tónlistarinnar fyrir myndina. Það eru margir milliliðir sem koma að svona samkomulagi; umboðsmenn og útgáfufyrirtæki til dæmis.“

Gary Glitter er 75 ára og afplánar hann dóm sinn nú í Bretlandi. Á ferli sínum seldi hann yfir 20 milljónir platna og kom 26 lögum á breska vinsældarlistann, þar af 12 sem komust á top 10 og 3 sem komust í efsta sæti listans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ótrúleg samsæriskenning – Segir CIA hafa samið ofursmell

Ótrúleg samsæriskenning – Segir CIA hafa samið ofursmell
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dregur Bill Clinton inn í mál Jeffrey Epstein

Dregur Bill Clinton inn í mál Jeffrey Epstein
Fyrir 2 dögum

Kynning á veiðisvæðum Þingvallavatns og Úlfljótsvatns

Kynning á veiðisvæðum Þingvallavatns og Úlfljótsvatns
Fyrir 2 dögum

Gaman að veiða á Vatnasvæði Lýsu

Gaman að veiða á Vatnasvæði Lýsu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vara við árásargjörnum og svöngum rottum

Vara við árásargjörnum og svöngum rottum
Fyrir 3 dögum

Sáum laxa á Brotinu

Sáum laxa á Brotinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að Tom Hagen hafi blekkt lögregluna

Telja að Tom Hagen hafi blekkt lögregluna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Finnar segja sænska ferðamenn skapa hættu

Finnar segja sænska ferðamenn skapa hættu