fbpx
Laugardagur 30.maí 2020
Pressan

Fullnægingar! Konur eru síðastar í fullnægingarkapphlaupinu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. október 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að karl og kona hafa stundað kynlíf getur karlinn nær alltaf sett upp ánægjusvip og verið sáttur. En konan liggur oft og er ekki alveg jafn sátt. Kynlífið var kannski gott en það vantaði fullnæginguna fyrir hana. Í Bandaríkjunum er þetta kallað „The Pleasure Gap“ og er það kannski ágæt lýsing á því ójafnvægi sem ríkir í svefnherbergjum (og kannski í eldhúsum, bílum og úti í náttúrunni) um allan heim þar sem miklu fleiri karlar en konur fá fullnægingu.

Laurie Mintz, prófessor við Flórída háskóla, sem vinnur að rannsóknum á ýmsu tengdu kynlífi segir að „The Pleasure Gap“ snúist ekki um líffræði heldur menningu.

„Strax á sjötta áratugnum sýndu rannsóknir að karlar og konur fá fyrr fullnægingu þegar þau fróa sér. Það er þegar við erum örvuð á réttan hátt. Nýrri rannsóknir hafa sýnt að konur, sem stunda kynlíf með öðrum konum, fá miklu oftar fullnægingu en konur sem stunda kynlíf með körlum.“

Hefur Danska ríkisútvarpið eftir henni.

Fullnægingar kvennar eru sveipaðar mörgum mýtum og mikill misskilingur ríkir um þær. Mörgum körlum finnst erfitt að átta sig á snípnum og hvernig á að örva hann og nota í kynlífinu. En raunveruleikinn er ekki eins flókinn og við höldum segir Ditte Winkel, kynfræðingur. Hún segir að samkynhneigðar konur hafi leyst þessa „ráðgátu“, þær fái jafn oft fullnægingu og gagnkynhneigðir karlar.

Laurie Mintz segir að það sé aðallega ein stíf orsök fyrir The Pleasure Gap. Þar sé um að ræða þá miklu, of miklu, athygli sem „limur í leggöng“ hluti kynlífsins hefur fengið. Ójafnvægið í fullnægingatíðni kynjanna sé vegna þeirra hugmynda fólks að konur eigi að fá fullnægingu þegar limur er settur í leggöng þeirra og „hefðbundnar“ samfarir stundaðar. Hún segir að fólk verði að átta sig á að þetta er það sem verður að breytast til að draga úr fullnægingarmismun kynjanna.

Hjá fólki, í föstum samböndum, er mikill munur á fullnægingartíðninni og hún er enn meir hjá ungu og einhleypu fólki. Það eru tvisvar sinnum meiri líkur á að karlinn fái fullnægingu en konan þegar þau stunda kynlíf í fyrsta sinn.

Niðurstöður tveggja bandarískra rannsókna sýna að í samböndum gagnkynhneigðra segjast 95% karla fá fullnægingu „oft eða alltaf“ við hefðbundnar samfarir. Hjá konunum er hlutfallið 65% en hjá samkynhneigðum konum í föstum samböndum er hlutfallið 86%.

Karlar ekki örvænta!

Sérfræðingar eru sammála um að það sé ekki alfarið hægt að varpa sökinni á karla þegar kemur að fullnægingum kvenna.  Laurie Mintz segist kenna menningunni og samfélaginu um. Hún segir að fjölmiðlar, kvikmyndir, klám og léleg kynfræðsla sé meðal þess sem valdi fullnægingarmismuni hjá kynjunum. Þess utan segir hún að við tölum um kynlíf á rangan hátt.

„Við notum orðin „kynlíf“ og „samfarir“ um sama hlutinn. Það gerir að verkum að ákveðnar væntingar eru til þess að samfarirnar séu það mikilvægasta. Jafnvel þótt að fáar konur fái fullnægingu við samfarir einar og sér.“

Aðeins 20 til 25% kvenna geta fengið fullnægingu við samfarir. Mintz segir að viðteknar hugmyndir um samfarir geri að verkum sé með svolítið rangar væntingar til kynlífsins og fullnæginga.

„Bæði kynin reikna með að svona eigi þetta að vera. Við verðum að kenna fólki að snípurinn er mikilvægasta líffæri konunnar þegar kemur að kynlífi. Við verðum að segja hátt og skýrt að gott kynlíf fyrir konuna og karlinn felur í sér bæði örvun snípsins og samfarir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hefja tökur á Avatar 2 á nýjan leik

Hefja tökur á Avatar 2 á nýjan leik
Fyrir 2 dögum

Frábær veiði á Þingvöllum

Frábær veiði á Þingvöllum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dregur Bill Clinton inn í mál Jeffrey Epstein

Dregur Bill Clinton inn í mál Jeffrey Epstein
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leðurblökukonan segir að COVID-19 sé bara toppurinn á ísjakanum

Leðurblökukonan segir að COVID-19 sé bara toppurinn á ísjakanum
Pressan
Fyrir 3 dögum

130 manns segjast vera börn Jeffrey Epstein

130 manns segjast vera börn Jeffrey Epstein
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju virkaði þjófavarnarkerfið á heimili Hagen-hjónanna ekki?

Af hverju virkaði þjófavarnarkerfið á heimili Hagen-hjónanna ekki?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjórir lögreglumenn reknir úr starfi eftir andlát svarts manns – „Það sem ég sá var svo rangt“

Fjórir lögreglumenn reknir úr starfi eftir andlát svarts manns – „Það sem ég sá var svo rangt“