fbpx
Föstudagur 25.september 2020
Pressan

Kom að nakinni unglingsdóttur sinni við hlið ókunnugs manns í sófanum – Viðbrögð föðurins voru ótrúleg

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. október 2019 05:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morgun einn fór hollenskur faðir niður af efri hæð heimilis síns og inn í stofuna á neðri hæðinni. Þegar hann kom þangað inn sá hann 17 ára dóttur sína liggja allsnakta við hlið ókunnugs ungs manns í sófanum.

„Þau sváfu vært, þetta hlaut að hafa verið nótt mikillar „erfiðisvinnu“. Ég flýtti mér að útbúa morgunmat og fór upp aftur og sótti eiginkonu mína, son og hina dóttur mína. Ég sagði þeim að þau ættu að hafa alveg hljótt því það væri enn fólk sofandi í húsinu.“

Þetta skrifaði hann á samfélagsmiðilinn Reddit og segir að þetta hafi gerst í raun og veru. Hvort sem það er rétt eða ekki er innihald sögunnar eitthvað sem á erindi við marga.

Því næst fór fjölskyldan niður og settist við eldhúsborðið en unga parið var enn steinsofandi í sófanum.

„UNGI MAÐUR“ hrópaði faðirinn og bætti við:

„Morgunmaturinn er tilbúinn, nú borðum við.“

Ungi maður hentist upp af sófanum og átti engan annan kost en að ganga allsnakinn að  matarborðinu á meðan fjölskyldan starði á hann. Fötin hans voru við hliðina á borðinu. Hann klæddi sig og settist síðan við borðið. Sonurinn, sem er 193 sm á hæð og kraftalegur, lagði hönd á öxl unga mannsins, dró andann djúpt og hristi höfuðið. Ungi maðurinn skalf á beinunum.

Með alvarlegri röddu ávarpaði faðirinn unga manninn:

„Vinur minn, ég verð að spyrja þig um svolítið. Svar þitt er mjög mikilvægt . . . fyrir þig . . .“

Svitinn spratt fram á enni unga mannsins og faðirinn hélt áfram:

„Hvað finnst þér um ketti?“

Hann var auðvitað að stríða honum en honum leist nokkuð vel á unga manninn sem var vinalegur að sjá en það var samt eitthvað undarlegt við hann. Dóttirin fullvissaði föður sinn um að ungi maðurinn væri góður maður en hún hafði þekkt hann í mánuð. Eftir þessa svolítið vandræðalegu morgunstund byrjaði ungi maðurinn að koma daglega á heimilið en hann gisti aldrei. Hann gerði allt fyrir unnustu sína en hún var allt sem hann átti því hann átti enga fjölskyldu og ekkert heimili. Hann var ómenntaður og atvinnulaus. Hún dáði hann og dýrkaði og það var gagnkvæmt.

Átta mánuðum síðar komst sonurinn á heimilinu að því að ungi maðurinn væri heimilislaus. Faðir hans hafði tekið eigið líf og móðir hans, sem var fíkniefnaneytandi og vændiskona, hafði yfirgefið hann þegar hann var 15 ára. Hann hafði búið á götunni og séð um sig sjálfur síðan. Svaf þar sem hann fann athvarf, tók þau störf sem buðust, þar á meðal í reiðskóla þar sem hann hitti stúlkuna.

„Þarna stóð ég með 18 eða 19 ára gamlan mann. Hann var kurteis, brosmildur, umhyggjusamur og hjálpsamur og gerði hluti óumbeðinn. Hann gerði dóttur mína hamingjusama. Faðir hans var fjarrænn, manískur og þunglyndur með sjálfsvígshugsanir. Móðirin vændiskona og fíkniefnaneytandi. Þegar hann var barn fékk hann stundum mat hjá nágrönnunum, stundum svalt hann.“

Fjölskyldunni líkaði vel við þennan unga mann. Þegar þau komust að sannleikanum um aðstæður hans brotnuðu þau saman. Faðirinn varð fyrir vonbrigðum með dóttur sína. Hún hafði vitað að ungi maðurinn var heimilislaus, af hverju sagði hún ekkert? Hvernig gat hún látið mann, sem hún elskaði, fara út á hverju kvöldi vitandi að hann hafði engan samastað?

„Daginn eftir lét ég hann fá lykil að húsinu okkar. Ég sagði honum að ég vænti þess að hann kæmi heim á hverju kvöldi. HEIM. Á næstu vikum standsettum við aukaherbergið okkar og fórum með honum að kaupa húsgögn. Hann var framtakssamur og vildi vera eiginn herra.“

Skrifaði faðirinn á Reddit.

Þetta gerðist um aldamótin. Nú eru ungi maðurinn (kannski ekki svo ungur lengur) og dóttirin hjón, eiga þrjú börn og reka eigið fyrirtæki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr leiðtogi Íslamska ríkisins sagður hafa skýrt Bandaríkjamönnum frá nöfnum hryðjuverkamanna

Nýr leiðtogi Íslamska ríkisins sagður hafa skýrt Bandaríkjamönnum frá nöfnum hryðjuverkamanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þýskur saksóknari segist hafa sannanir fyrir því að Madeleine McCann sé látin

Þýskur saksóknari segist hafa sannanir fyrir því að Madeleine McCann sé látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rúmlega 1 af hverjum 100 íbúum er smitaður af kórónuveirunni – Hverfum lokað

Rúmlega 1 af hverjum 100 íbúum er smitaður af kórónuveirunni – Hverfum lokað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eiginmaður Bjarkar er „prepper“ – „Ég er mjög ánægð með að hann geri þetta“

Eiginmaður Bjarkar er „prepper“ – „Ég er mjög ánægð með að hann geri þetta“