fbpx
Sunnudagur 13.október 2019  |
Pressan

Gerðu óhugnanlega uppgötvun í herbergi dóttur sinnar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. október 2019 20:00

Þetta var meðal annars í herberginu. Mynd:Hillsborough County Sheriffs Office

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Foreldrar hinnar 27 ára Michelle Kolts trúðu ekki eigin augum þegar þau fóru inn í herbergi hennar í síðustu viku. Í stað þess að finna snyrtivörur, tímarit og dagbækur fundu þau mikið af vopnum og búnaði til sprengjugerðar.

Í herberginu voru 24 rörasprengjur, 23 hnífar, fjöldi skammbyssa, riffla og bóka um fjöldamorð, hryðjuverk og sprengjugerð.

Samkvæmt frétt ABC News höfðu foreldrarnir samband við lögregluna. Á fréttamannafundi sagði Chad Chrionister, lögreglustjóri í Flórída, að ef sprengjurnar hefðu verið notaðar hefði það getað kostað fjölda mannslífa.

Það var einmitt það sem Michelle hafði í hyggju. Hún hafði fyllt sprengjurnar af nöglum og málmkúlum til að þær myndu valda sem mestum skaða.

Hún hafði viðað ýmsu að sér. Mynd:Hillsborough County Sheriffs Office

Michelle var handtekin án mikilla vandkvæða.

Lögreglustjórinn hrósaði foreldrum hennar fyrir að hafa haft samband við lögregluna og sagði það hafa bjargað fjölda mannslífa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Meðlimir glæpagengis sakfelldir fyrir morð á níu ára dreng

Meðlimir glæpagengis sakfelldir fyrir morð á níu ára dreng
Pressan
Fyrir 2 dögum

730 fyrirtækjabílum beint gegn Erdogan – Bein stríðsyfirlýsing við forsetann

730 fyrirtækjabílum beint gegn Erdogan – Bein stríðsyfirlýsing við forsetann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bæjarstjóri stóð ekki við kosningaloforð: Brjálæðir íbúar refsuðu honum grimmilega

Bæjarstjóri stóð ekki við kosningaloforð: Brjálæðir íbúar refsuðu honum grimmilega
Fyrir 3 dögum

Farið að síga á seinni hlutann

Farið að síga á seinni hlutann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Banna reykingar í Melbourne og sekta fólk fyrir að henda sígarettustubbum á almannafæri

Banna reykingar í Melbourne og sekta fólk fyrir að henda sígarettustubbum á almannafæri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mannskæða flugvélin snýr aftur – 346 manns sem ferðuðust með vélinni hafa látist

Mannskæða flugvélin snýr aftur – 346 manns sem ferðuðust með vélinni hafa látist
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var hylltur sem hetja eftir fjöldamorðið – Nú hefur hann verið handtekinn

Var hylltur sem hetja eftir fjöldamorðið – Nú hefur hann verið handtekinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vilja hætta að kalla Holland Holland

Vilja hætta að kalla Holland Holland