Föstudagur 13.desember 2019
Pressan

Aðalvitnið í umtöluðu morðmáli drepið

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. október 2019 18:30

Amber Guyger. Mynd:Dallas County Jail

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudag í síðustu viku var Amber Guyger, lögreglukona í Dallas í Texas, dæmd í tíu ára fangelsi fyrir að hafa skotið nágranna sinn, Botham Jean, til bana. Aðalvitnið í málinu var Joshua Brown, 28 ára, sem bjó í sama fjölbýlishúsi og Guyger og Jean. Á föstudaginn var hann skotinn til bana í Dallas.

Hann fannst helsærður á bílastæði í borginni og var strax fluttur á sjúkrahús. Læknum tókst ekki að bjarga lífi hans. Lögreglan veit ekki hver eða hverjir skutu hann.

Lögmaður fjölskyldu Botham Jean, Lee Merrit, sagði að fjölskyldan sé niðurbrotin vegna morðsins á Brown. Brown hafi verið aðalvitnið og fjölskyldan þarfnist hans til að fá svör í málinu. USA Today skýrir frá þessu.

Málið hófst í september á síðasta ári þegar Guyger skaut Jean til bana. Guyger var ekki í vinnu en var í einkennisfatnaði sínum. Hún sagðist hafa ruglast á íbúðum og óvart farið inn í íbúð Jean og hafi talið hann vera innbrotsþjóf og hafi því skotið hann. Hún var skömmu síðar rekin úr starfi hjá lögreglunni í Dallas.

Brown bar vitni fyrir dómi og sagðist hafa verið í byggingunni þegar Jean var myrtur. Hann sagðist hafa heyrt í þeim og hafi það hljómað eins og þau hafi orðið mjög hissa að rekast á hvort annað. Síðan heyrði hann skotum hleypt af.

Málið hefur vakið mikla athygli í Banaríkjunum enda enn eitt málið þar sem hvítur laganna vörður skýtur svarta manneskju til bana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Telja að bílslys hafi verið kaldrifjað morð á vegum KBG

Telja að bílslys hafi verið kaldrifjað morð á vegum KBG
Pressan
Í gær

Mögnuð uppgötvun – Svo stórt að það á ekki að geta verið til

Mögnuð uppgötvun – Svo stórt að það á ekki að geta verið til
Pressan
Í gær

Moldríkt par var myrt í lúxusíbúðinni – Lögreglan hefur nú opinberað myndir af hræðilegum morðvettvanginum

Moldríkt par var myrt í lúxusíbúðinni – Lögreglan hefur nú opinberað myndir af hræðilegum morðvettvanginum
Pressan
Í gær

Hversu lengi nýtur forseti Mexíkó stuðnings þjóðarinnar?

Hversu lengi nýtur forseti Mexíkó stuðnings þjóðarinnar?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ástralir vilja hætta við flugeldasýningu á gamlárskvöld og gefa bændum og slökkviliðsmönnum peningana

Ástralir vilja hætta við flugeldasýningu á gamlárskvöld og gefa bændum og slökkviliðsmönnum peningana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðalda í Lundúnum veldur ótta meðal almennings

Morðalda í Lundúnum veldur ótta meðal almennings