fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Svipti þrítugan son sinn vasapeningum – Hefndin var hræðileg

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. október 2019 20:30

Thomas Gilbert Jr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir fjórum árum ákvað Thomas Gilbert Senior, 70 ára, að hætta að láta son sinn, Thomas Gilbert Junior, fá vasapeninga en hann var þá þrítugur. Þessu brást sonurinn mjög illa við og myrti föður sinn.

CNN skýrir frá þessu. Faðirinn átti hlut í fjárfestingafélagi og var vel efnum búinn. En í janúar 2015 fannst honum nóg komið og ákvað að hætta að láta þrítugan soninn fá vasapeninga. Thomas yngri lifði hátt, hafði lokið námi við hinn virta Princeton-háskóla en vann ekki.

Hann fékk sem nemur um 150.000 íslenskum krónum á viku í vasapeninga frá foreldrum sínum. Það virðist hafa orðið honum ofviða að sjá fram á að missa þennan fjárhagsstuðning og því skaut hann föður sinn til bana.

Í síðustu viku var hann dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir morðið. Hann játaði að hafa orðið föður sínum að bana en þvertók fyrir að hafa skipulagt morðið. Lögmaður hans sagði hann hafa verið geðveikan á því augnabliki sem hann drap föður sinn og þann framburð studdi móðir hans og ekkja Thomas eldri. En kviðdómurinn keypti þessa skýringu ekki og því var hann sakfelldur og dæmdur í 30 ára fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ömurlegt að missa auga: „Ég er miður mín alla daga út af því“

Ömurlegt að missa auga: „Ég er miður mín alla daga út af því“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ég hef sofið hjá ungum og gömlum mönnum“ – „Það er mikill munur“

„Ég hef sofið hjá ungum og gömlum mönnum“ – „Það er mikill munur“
Pressan
Fyrir 3 dögum

55 fermetra sumarhús til sölu – Ásett verð er 220 milljónir – Sjáðu myndirnar

55 fermetra sumarhús til sölu – Ásett verð er 220 milljónir – Sjáðu myndirnar