fbpx
Þriðjudagur 15.október 2019  |
Pressan

Svipti þrítugan son sinn vasapeningum – Hefndin var hræðileg

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. október 2019 20:30

Thomas Gilbert Jr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir fjórum árum ákvað Thomas Gilbert Senior, 70 ára, að hætta að láta son sinn, Thomas Gilbert Junior, fá vasapeninga en hann var þá þrítugur. Þessu brást sonurinn mjög illa við og myrti föður sinn.

CNN skýrir frá þessu. Faðirinn átti hlut í fjárfestingafélagi og var vel efnum búinn. En í janúar 2015 fannst honum nóg komið og ákvað að hætta að láta þrítugan soninn fá vasapeninga. Thomas yngri lifði hátt, hafði lokið námi við hinn virta Princeton-háskóla en vann ekki.

Hann fékk sem nemur um 150.000 íslenskum krónum á viku í vasapeninga frá foreldrum sínum. Það virðist hafa orðið honum ofviða að sjá fram á að missa þennan fjárhagsstuðning og því skaut hann föður sinn til bana.

Í síðustu viku var hann dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir morðið. Hann játaði að hafa orðið föður sínum að bana en þvertók fyrir að hafa skipulagt morðið. Lögmaður hans sagði hann hafa verið geðveikan á því augnabliki sem hann drap föður sinn og þann framburð studdi móðir hans og ekkja Thomas eldri. En kviðdómurinn keypti þessa skýringu ekki og því var hann sakfelldur og dæmdur í 30 ára fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Eltihrellirinn þurfti ekki meira en endurkastið í ljósmynd poppstjörnunnar

Eltihrellirinn þurfti ekki meira en endurkastið í ljósmynd poppstjörnunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óttast að fellibylurinn verði svipaður og árið 1958

Óttast að fellibylurinn verði svipaður og árið 1958
Pressan
Fyrir 4 dögum

730 fyrirtækjabílum beint gegn Erdogan – Bein stríðsyfirlýsing við forsetann

730 fyrirtækjabílum beint gegn Erdogan – Bein stríðsyfirlýsing við forsetann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gaupa réðst á hjón

Gaupa réðst á hjón
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfullt hvarf úlfs í Belgíu – 30.000 evrum heitið fyrir upplýsingar

Dularfullt hvarf úlfs í Belgíu – 30.000 evrum heitið fyrir upplýsingar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjaldgæfur sjúkdómur – Varð drukkinn þrátt fyrir að hafa ekki drukkið áfengi

Sjaldgæfur sjúkdómur – Varð drukkinn þrátt fyrir að hafa ekki drukkið áfengi