Mánudagur 24.febrúar 2020
Pressan

Hasslykt fannst í skóla – Fíkniefnaleitarhundurinn kom á svæðið og fann eitthvað allt annað en hass

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. október 2019 07:02

Fíkniefnaleitarhundur en þó ekki sá sem hér er fjallað um.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í október 2017 hafði rektor framhaldsskóla í Tromsø í Noregi samband við lögregluna og bað um aðstoð því hasslykt hefði fundist í skólanum. Fíkniefnaleitarhundurinn Igor var sendur á vettvang ásamt stjórnanda sínum. Igor fann ekkert hass í skólanum en fann hins vegar svolítið annað sem gladdi lögregluna gríðarlega.

Í skólagarðinum og skólanum var Igor áhugalaus en vildi síðan fara yfir í næsta hús þar sem Ami Hotel er til húsa. Þar var allt fullt af gestum. Igor sýndi einu herbergi sérstakan áhuga og tók sér stöðu fyrir utan gluggann á því. Stjórandi hans kallaði á liðsauka og síðan fóru lögreglumenn inn í hótelherbergið.

Þar var serbneskur karlmaður og tvö rúm. Undir öðru rúminu voru taska og bakpoli. Í þeim voru samtals 66 kíló af amfetamíni. Þetta er mesta magn amfetamíns sem nokkru sinni hefur fundist í Noregi og má segja að algjör tilviljun hafi ráðið því.

Lögreglan hóf viðamikla rannsókn á málinu og leiddi hún í ljós að 17 kíló til viðbótar höfðu verið flutt til Tromsø árið áður. Lögreglan telur að skipulögð glæpasamtök hafi staðið á bak við smyglið. Í þeim eru bæði norskir og þýskir ríkisborgarar.

Réttarhöld í málinu hefjast í nóvember. Serbinn neitar sök og segist ekki hafa vitað af amfetamíninu. Þjóðverji um fertugt er talinn höfuðpaurinn í málinu og játar hann sök. Serbinn segir Þjóðverjann hafa átt amfetamínið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

92 ára kona ætlaði í bankann með leigubíl – Bílstjórinn sneri við og fór með hana á lögreglustöðina

92 ára kona ætlaði í bankann með leigubíl – Bílstjórinn sneri við og fór með hana á lögreglustöðina
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lést af völdum megrunarpilla – Innihéldu efni sem var notað í sprengjur í síðari heimsstyrjöldinni

Lést af völdum megrunarpilla – Innihéldu efni sem var notað í sprengjur í síðari heimsstyrjöldinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnir í lokun stærstu mosku Danmerkur

Stefnir í lokun stærstu mosku Danmerkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakfelldur fyrir að setja hníf á borðið hjá prinsi

Sakfelldur fyrir að setja hníf á borðið hjá prinsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný tíðindi í máli Olof Palme – Sérfræðingur telur að morðinginn sé látinn

Ný tíðindi í máli Olof Palme – Sérfræðingur telur að morðinginn sé látinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta skotnir til bana í Hanau í Þýskalandi – Árásarmaðurinn er látinn

Átta skotnir til bana í Hanau í Þýskalandi – Árásarmaðurinn er látinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Grétu og fóru með bænir í gríðarlegri ókyrrð | Myndband

Grétu og fóru með bænir í gríðarlegri ókyrrð | Myndband
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þrír af hverjum fjórum Áströlum hafa orðið fyrir áhrifum af gróðureldunum

Þrír af hverjum fjórum Áströlum hafa orðið fyrir áhrifum af gróðureldunum