fbpx
Mánudagur 13.júlí 2020
Pressan

Þrjú merki um að hún hafi áhuga á þér

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. október 2019 07:02

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir karlar hafa eflaust velt fyrir sér hvernig þeir geta séð hvort konur hafi áhuga á þeim og jafnvel nánari kynnum. Að sögn Pernille Slot, sem er sérfræðingur í líkamstjáningu og lestri svipbrigða, eru það ákveðnir þættir hjá konum sem sýna hvort þær hafi áhuga á nánari kynnum við karla eður ei.

Þetta kemur fram í umfjöllun TV2 . Þar er haft eftir Slot að þegar fólk les í líkamstjáningu annarra  fái það hrein gögn án allrar uppgerðar.

„Þú færð einfaldlega að vita, án allra umbúða, hvort viðkomandi hafi áhuga á þér eður ei.“

Er haft eftir henni. Hún sagði einnig að rannsóknir hafi sýnt að á innan við þremur mínútum frá því að fólk hittist ákveði það hvort því lítist á hinn aðilann og vilji leggja tíma og vinnu í að kynnast viðkomandi betur, kannski með vináttu í huga eða eitthvað nánara og dýpra en það.

Karlar og konur eru ólík hvað varðar líkamstjáningu að sögn Slot. Hún sagði að þrátt fyrir að karlar telji oft að það séu þeir sem eiga frumkvæðið að samskiptum við hugsanlega maka en það sé sjaldan þannig.

„Það eru alltaf konur sem senda fyrstu  merkin. Til dæmis með augnsambandi eða þá að þær kasta hárinu til. Það eru þessir litlu molar sem konur henda frá sér sem karlarnir safna saman.“

Meðal þessara „mola“ eru eftirfarandi atriði:

Hún horfir á þig í meira en þrjár sekúndur

Þegar við hittum ókunnugt fólk höldum við augnsambandi að meðaltali í eina til tvær sekúndur. Þegar við ræðum við konur þýðir augnsamband í meira en þrjár sekúndur að hún hafi áhuga á hinum aðilanum.

„Við höldum nefnilega augnsambandi þegar við sjáum eitthvað sem okkur líst vel á.“

Sagði Slot og bætti við að við augnsamband sem varir lengur en þrjár sekúndur losni um endorfín við magann og það geti kitlað magann.

Hún sýnir hálsinn

Ef þú talar við konu og hún fjarlægir hárið frá hálsinum þá er það oft vísbending um að hún hafi áhuga á þér. Á hálsinum eru kirtlar sem losa um ferómón en það er einhverskonar ilmmerki sem fólk sendir hvert öðru. Við finnum ilminn ekki meðvitað en það geta líkamar okkar sagði Slot.

Hún snertir hárið

Ef kona snertir hár sitt á meðan á samræðum stendur getur það verið merki um að henni lítist vel á hinn aðilann. Þegar við snertum hár okkar er það sama hegðun og fuglar sýna þegar þeir snyrta fjaðrir sínar. Viðkomandi vill vera fínn fyrir hugsanlegan maka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýskilin kona vann í Lottó – Fyrrverandi eiginmaður hennar vildi ekki lottómiðann

Nýskilin kona vann í Lottó – Fyrrverandi eiginmaður hennar vildi ekki lottómiðann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hætta framleiðslu Boeing 747 flugvéla

Hætta framleiðslu Boeing 747 flugvéla
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svarti póstkassinn í Nevada – Hvaða hlutverki gegnir hann?

Svarti póstkassinn í Nevada – Hvaða hlutverki gegnir hann?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eitt samkvæmi varð honum að bana – Hafði gætt sín vel vikum saman

Eitt samkvæmi varð honum að bana – Hafði gætt sín vel vikum saman
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þriðjungur Breta vill hugsanlega ekki fá bólusetningu gegn kórónuveirunni

Þriðjungur Breta vill hugsanlega ekki fá bólusetningu gegn kórónuveirunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir frá margvíslegri áreitni – „Hann vildi sofa hjá mér“

Segir frá margvíslegri áreitni – „Hann vildi sofa hjá mér“
Fyrir 4 dögum

Silungsveiðin víða mjög góð

Silungsveiðin víða mjög góð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Bandaríkjastjórn vísar erlendum námsmönnum úr landi – Hefur áhrif á íslenska námsmenn

Bandaríkjastjórn vísar erlendum námsmönnum úr landi – Hefur áhrif á íslenska námsmenn