fbpx
Mánudagur 13.júlí 2020
Pressan

Segjast hafa nýjar upplýsingar um dauða Marilyn Monroe – Dularfullt hvarf líffæra

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. október 2019 05:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá andláti hinnar kynþokkafullu og dulúðlegu Marilyn Monroe 1962 hafa verið uppi vangaveltur um dánarorsökina. Á sínum tíma var komist að þeirri niðurstöðu að hún hefði tekið eigið líf með því að taka of stóran skammt af Nembutal, sem er fíkniefni. En nú hafa nýjar upplýsingar um andlátið verið settar fram í hlaðvarpinu „The Killing of Marilyn Monroe“.

Þar er því haldið fram að hún hafi ekki tekið eigið líf, heldur hafi hún verið myrt. Fram kemur að Thomas Noguchi, réttarmeinafræðingur, hafi tekið sýni úr líffærum Monroe átta klukkustundum eftir að hún lést. Þau hafi hann sent til Raymond J. Abernathy, eiturefnafræðings, til rannsóknar. Í níunda þætti hlaðvarpsins segja sérfræðingar að þessi sýni, sem voru úr nýrum, maga og þörmum leikkonunnar, hafi horfið á dularfullan hátt.

Danfordth Prince, ævisöguritari, segir að Noguchi hafi brugðið mjög þegar hann frétti að sýninu úr Monroe hafi horfið. Hann hafi þá fengið þá skýringu að Abernathy hafi ekki fundist neitt tilefni til að gera fleiri rannsóknir.Cyril Wecht, réttarmeinafræðingur, segist nánast orðlaus yfir þeirri tilhugsun að hér hafi verið um óhapp að ræða. Erfitt sé að trúa því að sýnunum hafi verið hent án þess að þau hafi verið rannsökuð fyrst.

Sérfræðingar hafa áður sagt í hlaðvarpinu að sönnunargögn varðandi andlát Monroe passi ekki. Fyrrum lögreglumaður í Los Angeles hefur einnig haldið því fram að andlátið hafi verið „sviðsett“.

Eftir að sýnin voru horfin varð að byggja úrskurð um dánarorsök á öðrum rannsóknarniðurstöðum. Krufning á líki Monroe leiddi í ljós að magi hennar var tómur og ekki fundust neinar leifar af Nembutal eða öðrum örvandi efnum.

Becky Altringer, einkaspæjari, segir að horfnu sýnin bendi til að um stórt samsæri hafi verið að ræða.

Meinafræðingarnir segja að öll sýni hafi horfið. Magainnihald hennar. Allt sem tengdist Marilyn Monroe hvarf. Af hverju? Í mínum augum lítur þetta út eins og einhver hafi viljað hylma yfir eitthvað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýskilin kona vann í Lottó – Fyrrverandi eiginmaður hennar vildi ekki lottómiðann

Nýskilin kona vann í Lottó – Fyrrverandi eiginmaður hennar vildi ekki lottómiðann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hætta framleiðslu Boeing 747 flugvéla

Hætta framleiðslu Boeing 747 flugvéla
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svarti póstkassinn í Nevada – Hvaða hlutverki gegnir hann?

Svarti póstkassinn í Nevada – Hvaða hlutverki gegnir hann?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eitt samkvæmi varð honum að bana – Hafði gætt sín vel vikum saman

Eitt samkvæmi varð honum að bana – Hafði gætt sín vel vikum saman
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þriðjungur Breta vill hugsanlega ekki fá bólusetningu gegn kórónuveirunni

Þriðjungur Breta vill hugsanlega ekki fá bólusetningu gegn kórónuveirunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir frá margvíslegri áreitni – „Hann vildi sofa hjá mér“

Segir frá margvíslegri áreitni – „Hann vildi sofa hjá mér“
Fyrir 4 dögum

Silungsveiðin víða mjög góð

Silungsveiðin víða mjög góð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Bandaríkjastjórn vísar erlendum námsmönnum úr landi – Hefur áhrif á íslenska námsmenn

Bandaríkjastjórn vísar erlendum námsmönnum úr landi – Hefur áhrif á íslenska námsmenn