fbpx
Fimmtudagur 02.júlí 2020
Pressan

Lonely Planet útnefnir bestu staðina til að heimsækja árið 2020

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 22. október 2019 20:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lonely Planet, umfangsmesti útgefandi ferðabóka í heiminum, hefur útnefnt þá staði sem ferðamenn ættu að leggja áherslu á að heimsækja á næsta ári. Hér er um að ræða nokkra flokka; lönd, borgir, héröð og staði þar sem hægt er að fá mikið fyrir peninginn.

Það er skemmst frá því að segja að lítið landlukt land í austurenda Himalajafjalla trónir á toppnum í sínum flokki, en það er konungsríkið Bútan sem er margrómað fyrir einstaka náttúrufegurð. Íbúar í Bútan eru 740 þúsund og þar má finna glæsileg hof og fallegar byggingar innan um Himalajafjöllin. Ferðamannaiðnaðurinn hefur farið vaxandi í Bútan á undanförnum árum en hver ferðamaður þarf að greiða upphæð sem nemur tæpum 30 þúsund krónum fyrir að heimsækja landið.

Á eftir Bútan í flokki eftirsóknarverðra landa er England og er það einkum vegna fjölbreytileika landsins sem það skorar hátt. Þar á eftir koma Norður-Makedónía, Arúba, eSwatini (áður Swaziland), Kosta Ríka, Holland, Líbería, Marokkó og Úrúgvæ.

Salzburg í Austurríki er efst í flokki borga en þar á eftir koma Washington (BNA), Kaíró (Egyptaland), Galway (Írland), Bonn (Þýskaland), La Paz (Bólivía), Kochi (Indlandi), Vancouver (Kanada), Dúbaí (Sameinuðu arabísku furstadæmin) og Denver (Bandaríkin).

Í flokki staða þar sem hægt er að fá mest fyrir peninginn er héraðið Austur-Nusa Tenggara í Indónesíu. Héraðið samanstendur af yfir 500 eyjum en stærstar þeirra eru Sumba, Flores og vesturhluti Tímor. Þó að héraðið sé vanþróað er mikið að sjá fyrir ferðamenn og áhersla hefur verið á að byggja upp ferðamannaiðnaðinn. Í héraðinu er til dæmis eyjan Komodo en þar eru heimkynni Komódódrekans, stærstu eðlutegundar heims.

Þar á eftir komu Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, Madhya Pradesh-hérað í Indlandi og Buffalo í Bandaríkjunum.

Hér geta áhugasamir kynnt sér lista Lonely Planet.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Boris Johnson lofar Bretum miklum opinberum fjárfestingum

Boris Johnson lofar Bretum miklum opinberum fjárfestingum
Pressan
Í gær

Sparsamir Danir – Eiga tæplega billjón krónur í bönkum landsins

Sparsamir Danir – Eiga tæplega billjón krónur í bönkum landsins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Taílendingar stokka ferðamannaiðnaðinn upp – Hætta fjöldaferðamennsku

Taílendingar stokka ferðamannaiðnaðinn upp – Hætta fjöldaferðamennsku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænskir vísindamenn telja sig hafa fundið kórónuveiruna í skólpi frá mars 2019

Spænskir vísindamenn telja sig hafa fundið kórónuveiruna í skólpi frá mars 2019
Pressan
Fyrir 3 dögum

WHO varar Evrópuríki við vegna fjölgunar kórónuveirusmita

WHO varar Evrópuríki við vegna fjölgunar kórónuveirusmita
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rolling Stones hafa fengið nóg – Hóta Trump lögsókn

Rolling Stones hafa fengið nóg – Hóta Trump lögsókn