fbpx
Fimmtudagur 02.júlí 2020
Pressan

Hraunstraumur á Venus bendir til að aldrei hafi verið hlýtt og blautt á plánetunni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. október 2019 22:00

Venus. Mynd:NASA/JPL

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Venus er oft sögð vera systurpláneta jarðarinnar okkar þar sem þær séu svo líkar. Venus er eins og jörðin úr föstu efni. Báðar pláneturnar eru á braut um sólina á svokölluðu byggilegu svæði en það þýðir að líf, eins og við þekkjum, getur þrifist á þeim. Vísindamenn hafa sumir hverjir talið að fyrir milljörðum ára hafi höf verið á yfirborði Venusar og plánetan hafi þá verið byggileg, ekki eins heit og djöfulleg og hún er í dag.

Í umfjöllun Universe Today  um málið kemur fram að vísindamenn hafi rannsakað ratsjárgögn um Ovda Fluctus hraunstreymið og komist að þeirri niðurstöðu að hálendið á Venusi sé líklega úr blágrýtishrauni en ekki graníti. Þetta setur stórt strik í reikninginn varðandi helstu rökin fyrir að höf hafi verið á Venusi til forna en þau eru að Ovda Regio hálendið hafi orðið til þegar vatn var þar til staðar.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru nýlega birtar í vísindaritinu Journal of Geophysical Research: Planets.

Ovda Regio er háslétta nærri miðbaug, á vestursvæði Aphrodite Terra. Þetta er stærsta svæðið þessarar gerðar á Venusi. Frá 1989 til 1994 var svæðið kortlagt nákvæmlega af Magellan geimfari NASA. Mikið magn ratsjármynda var þá tekið af hásléttunni.

Ólíkt graníti getur blágrýti myndast við eldgos og getur myndast hvort sem vatn er til staðar eða ekki. Niðurstöður nýju rannsóknarinnar eru taldar geta haft áhrif á skilning okkar á þróun Venusar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Boris Johnson lofar Bretum miklum opinberum fjárfestingum

Boris Johnson lofar Bretum miklum opinberum fjárfestingum
Pressan
Í gær

Sparsamir Danir – Eiga tæplega billjón krónur í bönkum landsins

Sparsamir Danir – Eiga tæplega billjón krónur í bönkum landsins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Taílendingar stokka ferðamannaiðnaðinn upp – Hætta fjöldaferðamennsku

Taílendingar stokka ferðamannaiðnaðinn upp – Hætta fjöldaferðamennsku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænskir vísindamenn telja sig hafa fundið kórónuveiruna í skólpi frá mars 2019

Spænskir vísindamenn telja sig hafa fundið kórónuveiruna í skólpi frá mars 2019
Pressan
Fyrir 3 dögum

WHO varar Evrópuríki við vegna fjölgunar kórónuveirusmita

WHO varar Evrópuríki við vegna fjölgunar kórónuveirusmita
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rolling Stones hafa fengið nóg – Hóta Trump lögsókn

Rolling Stones hafa fengið nóg – Hóta Trump lögsókn