Þriðjudagur 12.nóvember 2019
Pressan

Fluttu þúsund tonna vita frá ströndinni | Sjáðu myndbandið

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 22. október 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinna við flutning þúsund tonna vita í norðvesturhluta Danmerkur hófst í morgun. Vitinn sem um ræðir er 23 metrar á hæð og stendur hann við strendur Norðursjávar.

Þegar hann var reistur árið 1900 stóð hann um 200 metra frá strandlengjunni en vegna ágangs sjávar á undanförnum árum og áratugum var talin veruleg hætta á að sjórinn myndi gleypa hann á næstu árum. Áður en að vinna við flutninginn hófst í morgun voru innan við tíu metrar að bjargbrún eins og sést á meðfylgjandi myndbandi.

Það er ekki beint létt verk að flytja svo stóran vita og því krafðist verkið mikils undirbúnings. Bæjarstjórinn Arne Boelt, bæjarstjóri í Hjørring Kommune, segir að framkvæmdin hafi verið áhættunnar virði. Ef ekki hefði verið ráðist í flutninginn hefði þurft að rífa vitann og það hugnaðist fáum.

Lea Wermelin, umhverfisráðherra Danmerkur, segir við danska fjölmiðla að vitinn sé „þjóðargersemi“ og þess vegna hafi verið réttlætanlegt að verja sem nemur 100 milljónum króna í flutninginn.

Vitinn var tekinn úr notkun árið 1968 og breytt í safn. Talið er að um 250 þúsund ferðamenn heimsæki vitann á hverju ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Reistu styttu til heiðurs fíkniefnasölum

Reistu styttu til heiðurs fíkniefnasölum
Pressan
Í gær

Tíu ríkustu fyrirtæki Bandaríkjanna sitja á ótrúlegum peningafjárhæðum

Tíu ríkustu fyrirtæki Bandaríkjanna sitja á ótrúlegum peningafjárhæðum
Pressan
Í gær

Japanskar konur vilja fá að nota gleraugu í vinnunni

Japanskar konur vilja fá að nota gleraugu í vinnunni
Fyrir 3 dögum

Lítil veiði á Holtavörðuheiði

Lítil veiði á Holtavörðuheiði
Fyrir 3 dögum

Fullt út úr dyrum hjá Sigga

Fullt út úr dyrum hjá Sigga
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óttast straum liðsmanna Íslamska ríkisins til Evrópu

Óttast straum liðsmanna Íslamska ríkisins til Evrópu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Starbucks opnar nýja verslun – Þar áttu ekki að panta kaffi

Starbucks opnar nýja verslun – Þar áttu ekki að panta kaffi