fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Allir töldu að sjö ára stúlkan hefði látist vegna veikinda – Nú hefur móðir hennar verið handtekin

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 22. október 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar hin sjö ára gamla Olivia Grant lést árið 2017 töldu nær allir að stúlkan hefði látist vegna alvarlegra veikinda. Áður en hún lést hafði móðir hennar, Kelly Renee Turner, tjáð sig opinskátt um veikindi stúlkunnar og þá staðreynd að hún væri dauðvona.

Turner sagði að dóttir hennar væri með einhverfu og þjáðist auk þess af alvarlegum sjúkdómi (e. neurogastrointestinal encephalomyopathy) sem leggst á líffæri líkamans. Turner hafði þáð fjárhagsaðstoð frá hjálparsamtökum, meðal annars 11 þúsund dali frá samtökunum Make-a-Wish Foundation.

Nú leikur grunur á að þetta hafi allt verið uppspuni frá rótum og Olivia hafi hreint ekki verið alvarlega veik. Kelly var handtekin í síðustu viku og henni birt ákæra í 13 liðum, meðal annars fyrir morð af fyrstu gráðu og slæma meðferð á barni.

Nokkrum vikum áður en Olivia lést hafði Kelly óskað eftir því að fá að hafa stúlkuna heima, fjarri læknum og heilbrigðisstarfsfólki. Lífsgæði hennar væru orðin svo lítil að best væri ef hún fengi að vera heima í friði og ró.

Það var svo í nóvember 2018 að lík Oliviu var grafið upp og leiddi rannsókn í ljós að hún þjáðist ekki af neinum banvænum sjúkdómi. Þetta var gert eftir að grunsemdir vöknuðu um að ekki væri allt með felldu. Fyrr þetta ár hafði Kelly farið með aðra dóttur sína til læknis vegna mikilla beinverkja.

Sagði Kelly að stúlkan hefði áður fengið meðferð vegna krabbameins en læknar komust að því að það var uppspuni. Stúlkan hefði aldrei greinst með krabbamein, hvað þá gengist undir krabbameinsmeðferð. Þá lýsti stúlkan þessum beinverkjum aðeins þegar móðir hennar var með henni.

Kelly á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér verði hún fundin sek.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Í gær

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?