Þriðjudagur 12.nóvember 2019
Pressan

Faldi vannærða dóttur sína í skottinu í tæp tvö ár

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. október 2019 18:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var frönsk kona dæmd í fimm ára fangelsi fyrir að hafa falið dóttur sína í farangursrými bifreiðar sinnar í þau tvö ár sem stúlkan hafði lifað þegar hún fannst.

Stúlkan fannst í farangursrými bifreiðarinnar nærri bænum Corréze í suðurhluta Frakklands. Hún var vannærð og þjáðist af vökvaskorti þegar hún fannst. Þá lá hún í eigin saur.

The Local segir að stúlkan hafi einnig verið látin dvelja ein í herbergi á heimili fjölskyldunnar þegar hún var ekki í farangursrýminu.

Málið vakti mikla athygli í Frakklandi og víðar þegar það kom upp. Stúlkan er nú sjö ára. Læknar segja að hún hafi orðið fyrir varanlegum skaða vegna þessarar slæmu meðferðar og er andleg geta hennar á við getu tveggja til þriggja ára barns.

Það var bifvélavirki sem fann stúlkuna í farangursrýminu en mikill skordýrafjöldi við rýmið dró að sér athygli hans.

Saksóknari krafðist tíu ára fangelsis yfir konunni en hún var dæmd í fimm ára fangelsi. Hún var einnig svipt forræði yfir stúlkunni en hún og maður hennar fá að halda forræði yfir öðrum börnum þeirra hjóna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn – Karlar falla fyrir konum sem láta líkamsþyngdina hvíla á öðrum fætinum

Ný rannsókn – Karlar falla fyrir konum sem láta líkamsþyngdina hvíla á öðrum fætinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óttast straum liðsmanna Íslamska ríkisins til Evrópu

Óttast straum liðsmanna Íslamska ríkisins til Evrópu