Mánudagur 18.nóvember 2019
Pressan

Starfsfólk á hjúkrunarheimili lét heilabilaða sjúklinga slást: „Kýldu hana í andlitið!“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 17. október 2019 16:39

Starfskonurnar sem eru ákærðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír kvenkyns starfsmenn á hjúkrunarheimili fyrir aldraða í Norður-Karólínu hafa verið handteknir, sakaðir um að etja sjúklingum með vitglöp út í slagsmál. Konurnar þrjár eru Marilyn Latish McKey 32 ára, Tonacia Yvonne Tyson tvítug, og Taneshia Deshawn Jordan 26 ára. Hafa þær verið ákærðar fyrir árás á einstakling með fötlun.

Þetta kemur fram á Huffington Post og miðillinn er með myndupptökur af slagsmálum þar sem meðal annars heyrist ein starfskonan kalla: „Kýldu hana í andlitið!“ Myndskeiðin sýna slagsmál milli sjúklinga þar sem konurnar hetja óspart til ofbeldis. Einnig sést ein þeirra ýta harkalega við sjúklingi. Ein kvennanna tók ofbeldið upp á snjallsíma sinn og hefur Huffington Post hluta þeirra gagna undir höndum. Þá kemur fram á einni upptöku að yfirmaður starfskvennanna virðist hafa sýnt mikið tómlæti gagnvart því sem þarna fór fram því einu sinni þegar hún var kölluð á vettvang vegna slagsmálanna brosti hún en spurði ekkert út í þau, heldur bendir á einn sjúklinginn sem hafði orðið fyrir ofbeldi og skipaði honum upp í rúm.

Réttarhöld yfir starfskonunum hefjast 14. nóvember.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Svona búa Samherjar

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Forfeður okkar gengu uppréttir miklu fyrr en áður var talið

Forfeður okkar gengu uppréttir miklu fyrr en áður var talið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hræðileg framtíðarsýn – Afleiðingarnar verða skelfilegar

Hræðileg framtíðarsýn – Afleiðingarnar verða skelfilegar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann var í fyrirsvari fyrir innleiðingu laga um framhjáhald – Fékk að bragða á eigin meðali

Hann var í fyrirsvari fyrir innleiðingu laga um framhjáhald – Fékk að bragða á eigin meðali
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nærri dauða en lífi eftir að hafa stundað kynlíf með eiginmanninum

Nærri dauða en lífi eftir að hafa stundað kynlíf með eiginmanninum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Getur „hræddur“ milljarðamæringur frá New York sigrað Trump og unnið hjörtu demókrata?

Getur „hræddur“ milljarðamæringur frá New York sigrað Trump og unnið hjörtu demókrata?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gráar myndir frá Marsbílnum Curiosity

Gráar myndir frá Marsbílnum Curiosity