fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Fjögurra ára drengur hylltur sem hetja – Hetjudáðinni líkt við kraftaverk: „Þetta gerðist svo hratt“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 17. október 2019 07:30

Systkinin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laura Forrester, þriggja barna móðir, hefur lagt mikið upp úr öryggi við sundlaugina í garðinum heima hjá sér síðan hún flutti í nýtt hús í Knoxville í Tennessee.

„Við settum upp öryggishlið og krakkarnir fóru aldrei þarna út án fullorðinna eða barnapíu,“ segir hún í samtali við WBIR og bætir við að hún og eiginmaður hennar hafi komið upp fleiri öryggisbúnaði til að baktryggja sig. En allt kom fyrir ekki og litla tveggja ára dóttir þeirra, Andie, náði að leika á öryggisbúnaðinn.

Andie datt í sundlaugina þegar að móðir hennar sá ekki til. Barðist hún fyrir því að halda sér á floti, en sem betur fer var fjögurra ára bróðir hennar, Gray, ekki langt undan. Hann hugsaði sig ekki tvisvar um, hoppaði í laugina og bjargaði henni.

„Hún var að synda hundasund. Ég tók í maga hennar. Ég var að reyna að lyfta henni þannig að hún gæti andað,“ segir hann.

„Hann bjargaði mér,“ segir Andie.

„Ég datt í laugina!“

Móður þeirra var að sjálfsögðu brugðið.

„Andie kom til mín og sagði: Ég datt í laugina! Ég datt í laugina! Hún var rennandi blaut og ég horfði á Gray og hann var rennandi blautur og ég fékk áfall. Þetta gerðist svo hratt því þau höfðu verið með mér nokkrum mínútum áður,“ segir Lara. Hún telur það vera kraftaverk að Andie hafi lifað af.

„Ég held að það sé á Guðs vegum að fjögurra ára barn geti brugðist svona við. Ég held að Guð hafi verið með Andie og Gray þennan dag. Það er það eina sem vit er í því þetta er svo ótrúlegt.“

Laura skráði Andie undir eins í sundtíma eftir atvikið. Hún vonar að fleiri foreldrar kenni börnunum sínum að synda og bjarga sér.

Laura með börnunum sínum þremur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt