Mánudagur 18.nóvember 2019
Pressan

Ein röng beygja: Fríið breyttist í martröð sem ekki sér fyrir endann á

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 16. október 2019 15:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Eileen og David Connors lentu í heldur leiðinlegri lífsreynslu þegar þau heimsóttu Kanada fyrir skemmstu. Hjónin, ásamt ungu barni sínu, eru frá Bretlandi en voru stödd í Kanada til að heimsækja ættingja sem eru búsettir í Vancouver í Bresku Kólumbíu.

Þann 3. október síðastliðinn var fjölskyldan á rúntinum. Eileen, David og barn þeirra voru í bifreiðinni en undir stýri sat frændi þeirra, Michael. Þegar dýr hljóp skyndilega í veg fyrir bifreiðina beygði Michael inn á ómerktan veg en ekki leið á löngu þar til lögreglubílar og bílar merktir bandaríska landamæraeftirlitinu höfðu umkringt bifreiðina. Það var þá sem í ljós kom að bíllinn var kominn inn fyrir landamærin til Bandaríkjanna en fjölskyldan hafði ekki leyfi til að ferðast þangað.

„Þau höfðu ekki hugmynd um að þau væru komin inn í Bandaríkin. Þau voru bara að reyna að komast aftur á hótelið,“ segir Bridget Cambria, lögmaður fjölskyldunnar.

Fjölskyldan spurði landamæraverðina hvort þau mættu ekki bara snúa við, en fengu þvert nei. „Við endurtókum í sífellu að við hefðum gert mistök en við vorum handtekin engu að síður,“ segir Eileen í yfirlýsingu til Pittsburgh Post-Gazette. Þau voru flutt í húsakynni landamæraeftirlitsins nærri landamærunum og segir Eileen að þar hafi hún þurft að sofa á skítugu gólfinu ásamt þriggja mánaða dóttur sinni.

Tveimur dögum síðar, þann 5. október, var fjölskyldan flutt í varðhaldsvist fyrir til Leesport í Pennsylvaníu þar sem fjölskyldan dvelur enn í fangelsi fyrir þá sem eru ólöglegir í landinu. Eileen segir að eitthvað þessu líkt myndi aldrei gerast í Bretlandi. Bretar myndu ekki koma fram við Bandaríkjamenn með þessum hætti. „Það, hvernig bandarísk yfirvöld hafa komið fram við okkur, er eitthvað sem við munum aldrei gleyma.“

Lögmaður fjölskyldunnar, Bridget Cambria, segir að líklega muni málið enda þannig að fjölskyldunni verði vísað frá Bandaríkjunum. Bridget segist þó ekkert vita hvenær það verður og óvíst sé hvaða forsendur liggja að baki því að fjölskyldunni sé haldið í fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Svona búa Samherjar

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Forfeður okkar gengu uppréttir miklu fyrr en áður var talið

Forfeður okkar gengu uppréttir miklu fyrr en áður var talið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hræðileg framtíðarsýn – Afleiðingarnar verða skelfilegar

Hræðileg framtíðarsýn – Afleiðingarnar verða skelfilegar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann var í fyrirsvari fyrir innleiðingu laga um framhjáhald – Fékk að bragða á eigin meðali

Hann var í fyrirsvari fyrir innleiðingu laga um framhjáhald – Fékk að bragða á eigin meðali
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nærri dauða en lífi eftir að hafa stundað kynlíf með eiginmanninum

Nærri dauða en lífi eftir að hafa stundað kynlíf með eiginmanninum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Getur „hræddur“ milljarðamæringur frá New York sigrað Trump og unnið hjörtu demókrata?

Getur „hræddur“ milljarðamæringur frá New York sigrað Trump og unnið hjörtu demókrata?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gráar myndir frá Marsbílnum Curiosity

Gráar myndir frá Marsbílnum Curiosity