fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Hvað vita Rússar um Andrew prins og meinta kynferðislega misnotkun á ungum stúlkum?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. október 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska leyniþjónustuna MI6 hefur áhyggjur af að rússneskar leyniþjónustur hafi fengið afhent mikið magn gagna sem geti komið Andrew prins, syni Elísabetar II drottingar, illa. Gögnin tengjast máli Jeffrey Epstein en það snýst um kynferðislega misnotkun á barnungum stúlkum árum saman.

Breskir fjölmiðlar skýra frá þessu í kjölfar fréttar Sunday Times um málið en þar var vitnað í yfirmenn hjá MI6 um áhyggjur þeirra af málinu. Upplýsingarnar, sem snúa að prinsinum, snúast um að hann hafi stundað kynlíf með að minnsta kosti einni barnungri stúlku.

Gögnin er sögð koma frá John Mark Dougan, fyrrum lögreglumanni, sem flúði frá Bandaríkjunum til Rússlands þegar FBI vildi yfirheyra hann vegna margra mála tengdum tölvuþrjótum, þar á meðal meint afskipti Rússa af bandarísku forsetakosningunum 2016. Dougan er sagður vera með mikið magn upplýsinga og mörg gögn um mál Epstein.

Dougan fékk hæli í Rússlandi og er þar í góðum tengslum við Vladimir Borodin sem er náinn samstarfsmaður Pútíns forseta.

Sunday Times skýrði frá því um helgina að FBI muni á næstu mánuðum yfirheyra um 100 meint fórnarlömb Epstein. Þær yfirheyrslur munu að hluta snúast um hvað gerðist í íbúð Epstein í París en þangað kom Andrew prins að sögn.

Virginia Roberts Giuffre, eitt fórnarlambanna Epstein, hefur skýrt frá því að hún hafi stundað kynlíf með Andrew prins þegar hún var aðeins 17 ára. Til er ljósmynd af þeim saman í Lundúnum og einnig hefur myndband verið birt þar sem prinsinn kveður unga konu í lúxusíbúð Epstein á Manhattan. Andrew og talsmenn konungshirðarinnar hafa margoft neitað því að hann hafi gerst sekur um eitthvað óviðeigandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Léttist um 74 kíló með því að hætta einu sem flestar mæður gera

Léttist um 74 kíló með því að hætta einu sem flestar mæður gera
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er ástæðan fyrir að þú átt ekki að nota símann þegar þú ert á klósettinu

Þetta er ástæðan fyrir að þú átt ekki að nota símann þegar þú ert á klósettinu