Mánudagur 18.nóvember 2019
Pressan

Maður gekk berserksgang í Moskvu eftir að hann missti af flugi

Ritstjórn Pressunnar
Laugardaginn 12. október 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður í Mosvku, Rússlandi, gekk berserksgang eftir að hann missti af flugi sem hann átti bókað á Sheremetyevo flugvellinum. Karlmaðurinn hafði setið að drykkju á bar á flugvellinum og líklega gleymt að fylgjast með klukkunni.

Brottfararhlið var lokað þegar hann kom loks að því og brást maðurinn ókvæða við. Reyndi hann ítrekað að opna læsta hliðið en þegar það gekk ekki upp þá brá hann á það ráð að sparka niður skiltum og henda niður öllu lauslegu sem hann festi hendur á, þar á meðal tölvu á innritunarborði.

„Hann varð reiður og hóf að rústa innritunarborðinu og búnaðnum sem á því var,“ var haft eftir sjónarvott í rússneskum fjölmiðli.

Öryggisverðir voru fljótir til og snéru manninn niður. Í kjölfarið var farið með manninn á næstu lögreglustöð þar sem hann var ákærður fyrir óspektir á almannafæri.

Atvikið náðist á upptöku öryggismyndavélar á flugvellinum.

The DailyMail greindi frá og birti myndbandið

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Svona búa Samherjar

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Forfeður okkar gengu uppréttir miklu fyrr en áður var talið

Forfeður okkar gengu uppréttir miklu fyrr en áður var talið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hræðileg framtíðarsýn – Afleiðingarnar verða skelfilegar

Hræðileg framtíðarsýn – Afleiðingarnar verða skelfilegar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann var í fyrirsvari fyrir innleiðingu laga um framhjáhald – Fékk að bragða á eigin meðali

Hann var í fyrirsvari fyrir innleiðingu laga um framhjáhald – Fékk að bragða á eigin meðali
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nærri dauða en lífi eftir að hafa stundað kynlíf með eiginmanninum

Nærri dauða en lífi eftir að hafa stundað kynlíf með eiginmanninum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Getur „hræddur“ milljarðamæringur frá New York sigrað Trump og unnið hjörtu demókrata?

Getur „hræddur“ milljarðamæringur frá New York sigrað Trump og unnið hjörtu demókrata?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gráar myndir frá Marsbílnum Curiosity

Gráar myndir frá Marsbílnum Curiosity