fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Ástfangin af flugvél: Samband við flugvél er ekki auðvelt og oft á tíðum erfitt

Ritstjórn Pressunnar
Laugardaginn 12. október 2019 14:00

Mynd/Kseniia Posadskova

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michele Köbke er þrítug kona frá Þýskalandi og heldur því fram að hún hafi síðustu fimm árin átt í ástarsambandi við flugvélina Boeing 737-800 farþegaflugvél. Hún er hlutkynhneigð (e. objectophilia) en í því felst að hún laðast kynferðislega og rómantískt  að tilteknum hlutum.  The Mirror greinir frá. 

Michele segist hafa elskað flugvélina í fimm ár og að samband þeirra sé mjög kynferðislegt.  „737-800 er mjög aðlaðandi og kynþokkafullur í mínum augum. Hann er ákaflega fallega byggður og mjög aðlaðandi og elegant loftfar“

Michele á þó erfitt með að eyða sama gæðatímanum með kærastanum og önnur hefðbundnari pör geta. „Samband við flugvél er ekki auðvelt og oft á tíðum erfitt. Ég get aðeins verið nálægt honum þegar ég er í flugi eða þegar ég kemst að honum á flugvellinum, sem hefur aðeins gerst einu sinni í mínu lífi.“

Til að bæta þar úr lét Michele gera lítið líkan af flugvélinni sem var útbúið úr raunverulegum hlutum ástarvélarinnar. „Þetta er bara eins og hefðbundið samband. Við eigum kósíkvöld saman og þegar við förum að sofa þá kúrum við þangað til við sofnum.“

Michele segir að um ást við fyrstu sýn hafi verið að ræða „Ég varð svo spennt þegar ég fór um borð í vélina og gerði mér grein fyrir að ég var ástfangin af henni.“

Draumur Michele er að fá að giftast vélinni og búa með henni á flugvellinum. „Þetta er einstök ást sem skaðar engan. Ég vildi óska þess að þetta væri samfélagslega viðurkennt, það mun alltaf vera til fólk sem hreinlega getur ekki viðurkennt þetta. Ég er einfaldlega öðruvísi og ég stend og fell með ást minni til 737.“

Mynd/ Kseniia Posadskova
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar