fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

„Sjáumst í helvíti þar sem við útkjáum þetta“

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 11. október 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég veit að í biblíunni er talað um fyrirgefninguna sem forsendu þess að komast til himna. Ég er ekki kominn á þann stað ennþá – og ef Guð ákveður að taka mig áður en að því kemur þá sjáumst við í helvíti þar sem við útkljáum þetta.“

Þetta sagði Michael McGlockton, faðir 28 ára karlmanns, Markeis McGlockton, sem var skotinn til bana á bílastæði í Flórída sumarið 2018. Byssumaðurinn, Michael Drejka, var dæmdur í tuttugu ára fangelsi vegna málsins sem vakti mikla athygli.

Drejka og Markeis lentu í orðaskaki fyrir utan verslun í Flórída þann 19. júlí í fyrra sem endaði þannig að Drejka dró upp skotvopn og skaut Markeis til bana. Sjálfur var Markeis óvopnaður og voru tvö börn hans í bílnum þegar hann lést.

Í fyrstu taldi lögregla ekki ástæðu til að gefa út ákæru á hendur Drejka vegna svokallaðra „Stand Your Ground“-laga sem eru í gildi í Flórída. Samkvæmt þeim mega menn verja sínar eignir með öllum tiltækum ráðum.

Reiði braust út í kjölfarið og fór að lokum svo að Drejka var ákærður fyrir manndráp. Verjendur hans fóru fram á að hann fengi skilorðsbundinn dóm en dómari hlustaði ekki á það. Dómari sagði raunar að Drejka liti á sig sem sjálfskipaðan lögreglumann sem átti það til að lenda í orðaskaki við ökumenn sem lögðu í stæði fyrir hreyfihamlaða. Hann fylgdist með stæðinu og sá til þess að allir færu að lögum og reglum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?