Mánudagur 18.nóvember 2019
Pressan

Óttast að fellibylurinn verði svipaður og árið 1958

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 11. október 2019 14:30

Fellibylir geta orsakað óveðursskjálfta.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Japan hafa hvatt íbúa til að vera á varðbergi vegna fellibyls sem mun ríða yfir landið um helgina. Yfirvöld hafa einkum áhyggjur af þéttbýlum svæðum en óttast er að fellibylurinn muni láta verulega til sín taka í Tókýó og nágrenni.

Yfirvöld hafa hvatt íbúa á hættusvæðum til að yfirgefa heimili og aðra til að tryggja nægar birgðir af mat og vatni. Viðbúið er að mjög mikil úrkoma fylgi fellibylnum með tilheyrandi ofsaveðri.

Yasushi Kajihara, yfirmaður á japönsku veðurstofunni, segir að fellibylurinn sem ríður yfir um helgina minni um margt á fellibyl sem reið yfir árið 1958 og olli miklu tjóni. Honum fylgdi gríðarleg úrkoma og varð tjón á um 500 þúsund heimilum. Þá létust 1.200 manns í óveðrinu.

Tókýó er ein fjölmennasta borg heims en stendur að stóru leyti undir sjávarmáli. Veðurfræðingar segja að allt að fimm milljónir manna gætu neyðst til að yfirgefa heimili sín vegna flóða ef allt fer á versta veg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Svona búa Samherjar

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Forfeður okkar gengu uppréttir miklu fyrr en áður var talið

Forfeður okkar gengu uppréttir miklu fyrr en áður var talið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hræðileg framtíðarsýn – Afleiðingarnar verða skelfilegar

Hræðileg framtíðarsýn – Afleiðingarnar verða skelfilegar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann var í fyrirsvari fyrir innleiðingu laga um framhjáhald – Fékk að bragða á eigin meðali

Hann var í fyrirsvari fyrir innleiðingu laga um framhjáhald – Fékk að bragða á eigin meðali
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nærri dauða en lífi eftir að hafa stundað kynlíf með eiginmanninum

Nærri dauða en lífi eftir að hafa stundað kynlíf með eiginmanninum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Getur „hræddur“ milljarðamæringur frá New York sigrað Trump og unnið hjörtu demókrata?

Getur „hræddur“ milljarðamæringur frá New York sigrað Trump og unnið hjörtu demókrata?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gráar myndir frá Marsbílnum Curiosity

Gráar myndir frá Marsbílnum Curiosity