fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Meðlimir glæpagengis sakfelldir fyrir morð á níu ára dreng

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. október 2019 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðdegis þann 2. nóvember 2015 var hinn níu ára Tyshawn Lee að leik í garði í Chicago. Hann var nýkominn út eftir að hafa sagt ömmu sinni að hann ætlaði út með körfuboltann sinn. Hann var nýkominn heim úr skóla og var enn í skólabúningi sínum. Maður kom að máli við Tyshawn og spilaði körfubolta við hann í smástund. Hann fékk Tyshawn síðan til að koma með sér inn í húsasund þar sem Tyshawn var skotinn í höfuðið af stuttu færi.

Litli drengurinn var skilinn eftir á malbikinu en morðinginn og samverkamenn hans flúðu af vettvangi í bíl.

„Jafnvel á tímum sem þessum, þar sem við erum næstum því orðin ónæm fyrir fréttum um ofbeldisverk hefur þetta mál níst okkur inn að beini,“ sagði Kim Foxx, saksóknari, í yfirlýsingu að sögn CNN. Saksóknarar sögðu morðið hafa verið „skipulagða aftöku“.

Lögreglan gafst ekki upp við rannsókn málsins og handtók að lokum tvo menn, þá Dwright Boone-Doty, 25 ára, og Morgan, 31 árs. Þeir hafa nú verið fundnir sekir um þetta hrottalega morð.

Fyrir dómi sagði saksóknari að Tyshawn hafi treyst manninum sem hafi notfært sér sakleysi níu ára barns til að lokka drenginn út úr garðinum. Meðal þeirra gagna sem kviðdómurinn fékk að sjá var ljósmynd af þumalfingri Tyshawn. Á myndinni mátti sjá skotáverka á fingrinum en hann var tilkominn eftir að Tyshawn lyfti höndum til að verjast árásinni.

Mál Doty og Morgan voru meðhöndluð af sitthvorum kviðdómnum. Þeir reyndu báðir að varpa sökinni á hinn en voru báðir sakfelldir fyrir morðið.

Ástæðan fyrir morðinu var að faðir Tyshawn var meðlimur í glæpagengi sem átti í útistöðum við glæpagengi þeirra Doty og Morgan. Þeir grunuðu föðurinn um að hafa staðið að baki morði á bróður Morgan. Þeir ákváðu því að myrða níu ára son hans í hefndarskyni.

Dómari á enn eftir að kveða upp refsingu þeirra en búist er við að hún verði mjög þung, áratuga langt fangelsi. Þriðji maðurinn, Kevin Edwards, hefur nú þegar verið dæmdur í 25 ára fangelsi vegna málsins en hann ók flóttabílnum. Hann samdi um vægari refsingu gegn því að játa sök í málinu segir CNN.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Pressan
Í gær

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
Pressan
Í gær

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar