Mánudagur 18.nóvember 2019
Pressan

Ahmed fær friðarverðlaun Nóbels

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 11. október 2019 09:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Abiy Ahmedforsætiráðherra Eþíópíu, fær friðarverðlaun Nóbels árið 2019. Þetta var tilkynnt í morgun en verðlaunin fær hann fyrir að tryggja frið og samvinnu ríkja í þágu friðar.

Eþíópía batt enda á 20 ára deilur við nágrannaríkið Eritreu fyrir skemmstu, en deilurnar höfðu staðið síðan í stríðinu milli ríkjanna sem stóð yfir frá 1998 til 2000.

Ahmed fær verðlaunin afhent í desember.

Alls var 301 tilnefndur til friðarverðlaunanna að þessu sinni, þar af 223 einstaklingar og 78 samtök. Margir spáðu því að hin sænska Greta Thunberg myndi fá verðlaunin en þau féllu í skaut Ahmeds að þessu sinni.

Ahmed varð forsætisráðherra Eþíópíu í apríl 2018 og þykir hann bæði nokkuð frjálslyndur og umburðarlyndur í garð stjórnarandstæðinga. Þannig fyrirskipaði hann að þúsundum stjórnarandstæðinga sem sátu í fangelsi yrði sleppt úr haldi og þá gerði hann einstaklingum í útlegð kleift að snúa heim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Svona búa Samherjar

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Forfeður okkar gengu uppréttir miklu fyrr en áður var talið

Forfeður okkar gengu uppréttir miklu fyrr en áður var talið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hræðileg framtíðarsýn – Afleiðingarnar verða skelfilegar

Hræðileg framtíðarsýn – Afleiðingarnar verða skelfilegar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann var í fyrirsvari fyrir innleiðingu laga um framhjáhald – Fékk að bragða á eigin meðali

Hann var í fyrirsvari fyrir innleiðingu laga um framhjáhald – Fékk að bragða á eigin meðali
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nærri dauða en lífi eftir að hafa stundað kynlíf með eiginmanninum

Nærri dauða en lífi eftir að hafa stundað kynlíf með eiginmanninum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Getur „hræddur“ milljarðamæringur frá New York sigrað Trump og unnið hjörtu demókrata?

Getur „hræddur“ milljarðamæringur frá New York sigrað Trump og unnið hjörtu demókrata?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gráar myndir frá Marsbílnum Curiosity

Gráar myndir frá Marsbílnum Curiosity