fbpx
Fimmtudagur 01.október 2020
Pressan

Reikna með að óþvegin peysa Kurt Cobain seljist á 37 milljónir króna

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 10. október 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búist er við því að peysa, sem Kurt Cobain heitinn var í á hans þekktustu tónleikum, muni seljast á 300 þúsund dali, eða rúmar 37 milljónir króna, þegar hún fer á uppboð á næstunni.

Cobain svipti sig lífi árið 1994 en hann var söngvari, gítarleikari og lagasmiður rokkhljómsveitarinnar Nirvana. Cobain klæddist umræddri peysu á MTV Unplugged-tónleikum Nirvana sem fram fóru nokkrum mánuðum fyrir andlát hans. Samnefnd plata kom út eftir andlát hans og seldist í bílförmum.

Peysan seldist síðast á rúma 137 þúsund dali árið 2015 en hún verður boðin upp að nýju þann 25. október næstkomandi. Þess er getið í lýsingu Julien’s Auctions, sem stendur fyrir uppboðinu, að peysan hafi aldrei verið þvegin.

Þannig eru blettir í henni og meira að segja lítið gat sem líklega kom eftir sígarettu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tölvuþrjótar rákust á vegg hjá Nikolaj Jacobsen – „Þetta er í lagi, þið megið bara hafa þetta“

Tölvuþrjótar rákust á vegg hjá Nikolaj Jacobsen – „Þetta er í lagi, þið megið bara hafa þetta“
Pressan
Í gær

Hópur herforingja og þjóðaröryggisráðgjafa fer gegn Trump – „Við elskum landið okkar en óttumst um framtíð þess“

Hópur herforingja og þjóðaröryggisráðgjafa fer gegn Trump – „Við elskum landið okkar en óttumst um framtíð þess“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrstu kappræður Trump og Biden eru í kvöld – Skattamálin verða væntanlega ofarlega á baugi

Fyrstu kappræður Trump og Biden eru í kvöld – Skattamálin verða væntanlega ofarlega á baugi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Munu skattamál Trump koma í veg fyrir endurkjör?

Munu skattamál Trump koma í veg fyrir endurkjör?
Pressan
Fyrir 2 dögum

American Airlines tryggir sér lán upp á 5,5 milljarða dollara

American Airlines tryggir sér lán upp á 5,5 milljarða dollara
Fyrir 2 dögum

Veiðarnar á hreindýrum gengu vel

Veiðarnar á hreindýrum gengu vel