Fimmtudagur 21.nóvember 2019
Pressan

Gráðug vetrarbraut étur minni vetrarbrautir – Dag einn kemur röðin að okkur

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. október 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og er er samkomulagið með ágætum á milli vetrarbrautarinnar okkar og nágrannavetrarbrautarinnar Andrómedu. En það mun breytast dag einn. Það þarf þó ekki að fara á límingunum strax út af því þar sem þar eru um fjórir milljarðar ára þangað til.

Þá munu vetrarbrautirnar tvær lenda í árekstri sem þyngdarafl þeirra mun orsaka. Úr þessu verður mikið sjónarspil sem mun standa lengi yfir.

Ástralskir vísindamenn hafa nú aflað sér meiri vitneskju um Andrómedu og sögu vetrarbrautarinnar. Þeir segja að flest bendi til að Andrómeda hafi tvisvar áður, með margra milljarða ára millibili, beinlínis étið utanaðkomandi efni, minni vetrarbrautir.

Það er ekki óalgengt í alheiminum að stórar vetrarbrautir „borði“ minni vetrarbrautir.

Andrómeda og Vetrarbrautin (sem er vetrarbrautin okkar) eru stærstu vetrarbrautirnar í klasa vetrarbrauta. Klasinn samanstendur að mestu af dvergvetrarbrautum.

Lengi hefur verið vitað að Vetrarbrautin og Andrómeda muni renna saman. En það er algjör óþarfi að hafa áhyggjur af því strax enda langur tími til stefnu og þess utan verður jörðin löngu orðin óbyggileg þegar að þessu kemur og allt líf verður horfið af yfirborði hennar. Eftir rúmlega einn milljarð ára verður afl sólarinnar okkar orðið svo mikið að hún mun senda svo mikla orku til jarðarinnar að hún verður óbyggileg. Ef mannkynið verður ekki búið að finna sér ný heimkynni þá er öruggt að dagar okkar sem tegundar verði taldir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Innstungan virkaði ekki: Dálítið óvænt kom í ljós þegar rafvirki kíkti á vandamálið

Innstungan virkaði ekki: Dálítið óvænt kom í ljós þegar rafvirki kíkti á vandamálið
Pressan
Í gær

Segja bresku ríkisstjórnina hafa leynt stríðsglæpum breskra hermanna

Segja bresku ríkisstjórnina hafa leynt stríðsglæpum breskra hermanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bestu háskólar heims slást um níu ára dreng – Vilja að hann taki doktorsgráðu hjá þeim

Bestu háskólar heims slást um níu ára dreng – Vilja að hann taki doktorsgráðu hjá þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

1.600 skammbyssur norska hersins eru týndar

1.600 skammbyssur norska hersins eru týndar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Var staurblönk – Krúsidúllur gerðu hana að milljónamæringi

Var staurblönk – Krúsidúllur gerðu hana að milljónamæringi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nokkrar af undarlegustu samsæriskenningum síðari tíma – Seinni hluti

Nokkrar af undarlegustu samsæriskenningum síðari tíma – Seinni hluti