fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Rannsóknarhópur segist hafa fundið sannanir fyrir tilvist fljúgandi furðuhluta

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. október 2019 22:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar söngvari Blink-182, Tom DeLonge, hætti í hljómsveitinni árið 2017 stofnaði hann hóp sem nefnist To the Stars Academy of Arts & Sciences en um rannsóknarhóp er að ræða sem ætlar að rannsaka hvort vitsmunaverur séu til utan jarðarinnar okkar.

Í nýlegu samtali við The New York Times var talsmaður hópsins spurður hvort hópurinn hefði aflað sannana um tilvist fljúgandi furðuhluta.  Svarið var: „Vissulega“. ScienceAlert skýrir frá þessu.

Ekki liggur þó ljóst fyrir hvaða gögn eða sannanir hópurinn hefur komist yfir eða hvort þau tengist á einhvern hátt þremur myndbandsupptökum af „óþekktum loftförum“ sem eiga rætur að rekja til bandaríska flughersins. Talsmenn hersins hafa nýlega staðfest að upptökurnar séu ófalsaðar.

Talsmaður hópsins sagði að hópurinn hafi verið að reyna að finna hæfustu einstaklinga heims til að sinna vísindarannsóknum og greiningum fyrir hópinn. Ekki eigi að hrapa að ályktunum, gögnin eigi að ráða og skera úr um hvað eitthvað er og hvað það er ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“