fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Púertó Ríkó varð gjaldþrota – Nú er komin áætlun um leiðina út úr ógöngunum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. október 2019 07:56

Frá Púertó Ríkó.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Púertó Ríkó er lítil eyjaþyrping í Karabískahafinu. Eyjarnar eru bandarískt yfirráðasvæði, ekki þó ríki í Bandaríkjunum, og íbúarnir bandarískir ríkisborgarar. Árum saman hafa íbúar eyjanna barist við efnahagsvanda og miklar skuldir. Þetta endaði með því að þetta þriggja milljóna manna land varð gjaldþrota fyrir þremur árum. En nú er loksins komin áætlun um hvernig á að koma landinu út úr viðjum gjaldþrotsins.

CNN skýrir frá þessu. Samkvæmt áætluninni, sem hefur verið samþykkt, verða 60 prósent af skuldum landsins felldar niður. Auk skuldaniðurfellinga og skuldbreytingar verður ellilífeyrir flestra íbúa eyjanna skorinn niður. Þetta þarf alríkisdómari þó að leggja blessun sína yfir.

Mikið atvinnuleysi er á eyjunum og íbúar hafa flutt á brott í stórum stíl og um leið hafa skatttekjur dregist mikið saman.

Þegar Púertó Ríkó fór fram á gjaldþrot í maí 2007 var það í fyrsta sinn sem bandarískt ríki eða yfirráðasvæði gerði slíkt. Á þeim tíma námu skuldirnar 73 milljörðum dala og sagði ríkisstjóri eyjanna að þær væru „ógreiðanlegar“.

Bandaríkjaþing reyndi af fremsta mætti að koma í veg fyrir að eyjarnar yrðu gjaldþrota. Lög, svonefnd PROMESA-lög, voru sett sem fela meðal annars í sér að allar greiðslur til kröfuhafa og kröfur þeirra skyldu frystar til 1. maí 2017. Á þessum tíma áttu stjórnvöld á Púertó Ríkó að leggja fram umfangsmikla aðgerðaáætlun um hvernig ætti að endurreisa efnahag eyjanna.

En þessi áætlun var aldrei samþykkt og þegar 1. maí 2017 rann upp neitaði þingið að framlengja lögin um eitt ár. Það hafði þær afleiðingar að Púertó Ríkó lýsti sig gjaldþrota.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?