fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Kim Jong-un í heimsókn í Kína

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. janúar 2019 06:01

Kim Jong-un einræðisherra í Norður-Kóreu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu, er kominn til Kína þar sem hann mun funda með Xi Jinping, forseta Kína. KCNA, ríkisfréttastofa Norður-Kóreu, skýrir frá þessu. Kim hélt til Kína í gær ásamt eiginkonu sinni og fjölda embættismanna.

KCNA tilkynnti um þetta eftir að fjölmiðlar í Suður-Kóreu skýrðu frá því að svo virtist sem Kim væri á leið til Kína með lest. Yfirvöld í Norður-Kóreu eru ekki vön að staðfesta eða fjalla um fundi leiðtogans fyrr en að þeim loknum.

Lest Kim kom til Peking um klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma að sögn Yonhap fréttastofunnar.

Þetta verður fjórði fundur leiðtoganna en þeir hittust fyrst í mars, sex árum eftir að Kim tók við völdum af föður sínum. Kínverjar eru helstu og nánast einu bandamenn Norður-Kóreu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Orrustan um Bretland

Orrustan um Bretland
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku