fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Opna hótel á Norðurpólnum – Nóttin á 95.000 evrur

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. september 2019 06:00

Svona á þetta að líta út. Mynd:Luxury Action

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fram að þessu hefur Norðurpóllinn verið einn þeirra fáu staða sem túrismi hefur ekki enn náð sér á strik. Aðeins um 1.000 manns heimsækja þetta ískalda svæði árlega. En nú gæti orðið breyting þar á því í apríl á næsta ári opnar fyrsta hótelið á Norðurpólnum. Það verður þó ekki á allra færi að heimsækja Norðurpólinn og gista á hótelinu því ein nótt mun kosta 95.000 evrur en það svarar til um 13 milljóna íslenskra króna.

Hótelið verður aðeins rekið í takmarkaðan tíma á Norðurpólnum en það er fyrirtækið Luxury Action sem stendur á bak við verkefnið. Ekki verður reist hefðbundin hótelbygging heldur verður 10 upphituðum smáhýsum komið fyrir á staðnum. Þar geta gestir síðan sofið undir stjörnubjörtum (hugsanlega) himninum.

CNN hefur eftir Janne Honkanen, stofnanda Luxury Action, að Norðurpóllinn sé einn einangraðist áfangastaður heims. Þar hafi aldrei verið möguleiki á þægilegri gistingu en að nú verði ráðin bót á því.

Stærsta hluta ársins er ekki hægt að komast til Norðurpólsins vegna slæms veðurs en það er hægt að komast þangað með þyrlu í apríl og skipum í júní og júlí. Inni í 95.000 evru gjaldinu er tveggja nátta gisting á Svalbarað, flug fram og til baka til Norðurpólsins, ein nótt á hótelinu, matur og leiðsögn.

Hótelið verður síðan tekið niður og flutt aftur til byggða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu