fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Búlgarska lögreglan leysti upp glæpahóp sem seldi nýru

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. september 2019 17:00

Mynd:Pexels.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í allt að tíu prósent þeirra nýrna- og lifraígræðslna sem eru gerðar í heiminum eru notuð líffæri sem eru fengin með ólöglegum hætti. Búlgarska lögreglan náði nýlega að veita afbrotamönnum, sem stunda kaup og sölu á líffærum, þungt högg þegar hún kom upp um skipulagða glæpastarfsemi sem snerist um kaup og sölu á nýrum.

Saksóknarar þar í landi skýrðu frá þessu á föstudaginn. Talið er að glæpahringurinn hafi greitt fátæku fólki fyrir nýru þess sem voru síðan seld áfram á miklu hærra verði og notuð við ígræðslur. Þrír karlar og ein kona hafa verið ákærð fyrir að fá fátækt fólk til að selja nýru sín að sögn Dimitar Petrov saksóknara. Líffæraflutningarnir fóru síðan fram á sjúkrahúsi í Tyrklandi. Til að blekkja þarlend yfirvöld var fölsuðum skjölum framvísað en þau sýndu að líffæragjafinn og líffæraþeginn væru skyldir.

Saksóknarar segja að minnst fimm mannst hafi fengið nýru með þessum hætti síðan í febrúar á þessu ári. Að auki voru tveir sjúklingar og þrír hugsanlegir nýrnagjafar sem biðu eftir að komast í líffæragjöf.

Líffæragjafarnir fengu á bilinu 5.000 til 7.000 evrur fyrir nýru sín en líffæraþegarnir greiddu 50.000 til 100.000 evrur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?