fbpx
Þriðjudagur 17.september 2019  |
Pressan

73 ára kona eignaðist tvíbura

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. september 2019 17:30

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

73 ára indversk kona eignaðist tvíbura, stúlkur, á fimmtudag í síðustu viku eftir að hafa farið í tæknifrjóvgun. BBC hefur eftir Uma Sankar, lækni konunnar, að henni og dætrunum heilsist vel.

Nýbakaða móðirin, Mangayamma Yaramati, sagði að hana og eiginmanninn, Sitamara Rajarao sem er 82 ára, hafi alltaf langað að eignast börn en hafi ekki orðið að ósk sinni þar til nú.

„Við erum ótrúlega hamingjusöm.“

Sagði Rajarao í samtali við BBC skömmu eftir að stúlkurnar komu í heiminn. Degi síðar fékk hann hjartaáfall og liggur nú á sjúkrahúsi.

Þegar hann var spurður hver ætti að sjá um stúlkurnar ef eitthvað kæmi fyrir þau hjónin vegna aldurs þeirra sagði hann að ekkert væri í þeirra höndum.

„Það sem gerist, gerist. Þetta er allt í höndum guðs.“

Hjónin segja að það hafi verið þeim mikilvægt að eignast börn og að þau hafi verið áreitt í þorpinu sínu vegna barnsleysis.

„Þau kölluðu mig barnlausu konuna.“

Sagði Yaramati.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

5 ára skólaus stúlka stöðvaði parið – Síðan leiddi hún þau inn í skóginn

5 ára skólaus stúlka stöðvaði parið – Síðan leiddi hún þau inn í skóginn
Í gær

Hættulegt að sveifa flugustönginni

Hættulegt að sveifa flugustönginni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Klámfyrirtæki vill nafnið á körfuboltahöll Miami Heat

Klámfyrirtæki vill nafnið á körfuboltahöll Miami Heat
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rándýr bílastæði – Seld á allt að 19 milljónir

Rándýr bílastæði – Seld á allt að 19 milljónir
Fyrir 3 dögum

40 laxar veiðst í Brynjudalsá 

40 laxar veiðst í Brynjudalsá 
Fyrir 3 dögum

Rigningin hefur haft sitt að segja

Rigningin hefur haft sitt að segja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Drepin af hundum sínum

Drepin af hundum sínum