Föstudagur 21.febrúar 2020
Pressan

73 ára kona eignaðist tvíbura

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. september 2019 17:30

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

73 ára indversk kona eignaðist tvíbura, stúlkur, á fimmtudag í síðustu viku eftir að hafa farið í tæknifrjóvgun. BBC hefur eftir Uma Sankar, lækni konunnar, að henni og dætrunum heilsist vel.

Nýbakaða móðirin, Mangayamma Yaramati, sagði að hana og eiginmanninn, Sitamara Rajarao sem er 82 ára, hafi alltaf langað að eignast börn en hafi ekki orðið að ósk sinni þar til nú.

„Við erum ótrúlega hamingjusöm.“

Sagði Rajarao í samtali við BBC skömmu eftir að stúlkurnar komu í heiminn. Degi síðar fékk hann hjartaáfall og liggur nú á sjúkrahúsi.

Þegar hann var spurður hver ætti að sjá um stúlkurnar ef eitthvað kæmi fyrir þau hjónin vegna aldurs þeirra sagði hann að ekkert væri í þeirra höndum.

„Það sem gerist, gerist. Þetta er allt í höndum guðs.“

Hjónin segja að það hafi verið þeim mikilvægt að eignast börn og að þau hafi verið áreitt í þorpinu sínu vegna barnsleysis.

„Þau kölluðu mig barnlausu konuna.“

Sagði Yaramati.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Þekktur rappari skotinn til bana: Kom Facebook-færslan upp um hann?

Þekktur rappari skotinn til bana: Kom Facebook-færslan upp um hann?
Pressan
Í gær

Sérfræðingar telja að einangrun skemmtiferðaskips hafi getað aukið smithættuna

Sérfræðingar telja að einangrun skemmtiferðaskips hafi getað aukið smithættuna
Pressan
Í gær

Söguleg tíðindi – Aldrei fyrr hefur hitinn mælst yfir 20 gráður á Suðurskautinu

Söguleg tíðindi – Aldrei fyrr hefur hitinn mælst yfir 20 gráður á Suðurskautinu
Pressan
Í gær

Móðir ákærð fyrir að bursta ekki tennur sonar síns

Móðir ákærð fyrir að bursta ekki tennur sonar síns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir fóstureyðingu vera verri en barnaníð – „Barnaníð drepur engan en þetta gerir það“

Segir fóstureyðingu vera verri en barnaníð – „Barnaníð drepur engan en þetta gerir það“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta vissir þú ekki um hor

Þetta vissir þú ekki um hor