fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Læknarnir héldu að Alex væri bara með verk í hnénu – 14 tímum síðar var hann dáinn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. september 2019 06:00

Alex.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórum sinnum leitaði Alex Haes, 18 ára, á slysadeild vegna verkja í öðru hnénu. Læknar sendu hann alltaf heim og sögðu honum að sin hefði rifnað. Þeir áttuðu sig ekki á að hann var deyjandi en aðeins 14 klukkustundum eftir fyrstu komu á slysadeild var hann látinn.

Hann vaknaði að kvöldi í september 2017 með mikla verki í hnénu. Faðir hans fór strax með hann á Broken Hill sjúkrahúsið í New South Wales í Ástralíu. Þar var honum sagt að koma næsta dag. Þá var tekin mynd af hnénu en enginn læknir hafði tíma til að skoða myndina og þrátt fyrir mikla verki var ekki tekinn púls hjá Alex, blóðþrýstingur var ekki mældur og ekki líkamshitinn. Engar blóðprufur voru teknar. Af þeim sökum vissi enginn að Alex var sýktur af kjötétandi bakteríu sem var að draga hann til bana.

ABC skýrir frá þessu. Eftir að hafa leitað fjórum sinnum á slysadeild lést Alex á öðru sjúkrahúsi.

Málið er nú til rannsóknar hjá yfirvöldum en Broken Hill sjúkrahúsið hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir framgönguna í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar