fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Hræðilegt ástand á grískum eyjum – 24.000 flóttamenn og innflytjendur

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 8. september 2019 15:00

Ástandið er slæmt í flóttamannabúðum á Lesbos. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjálparstofnanir hafa að undanförnu varað við skelfilegu ástandi í flóttamannabúðum á mörgum grískum eyjum. Þar hafast við um 24.000 flóttamenn og innflytjendur og eru aðstæður oft á tíðum mjög slæmar. Ástandinu hefur verið líkt við ástandið 2015 en þá var flóttamannastraumurinn til Evrópu í hámarki.

Nýlega réðst 15 ára afganskur piltur á þrjá jafnaldra sína með hníf að vopni í Moria-flóttamannabúðunum á Lesbos. Ekki er vitað hvað varð til þess að hann réðst á þá en einn drengjanna lést í árásinni. Þetta gerðist í þeim hluta flóttamannabúðanna sem er fyrir hælisleitendur á barns- og unglingsaldri. Þar er rými fyrir 160 manns en grískir fjölmiðlar segja að um 600 manns séu þar. Aðrir hlutar búðanna, sem sumir hafa líkt við Gvantanamó-fangabúðir Bandaríkjamanna á Kúbu, eru einnig yfirfullir og það sama á við um flóttamannabúðir á Samos, Kios, Leros og fleiri eyjum. Þar verða mörg þúsund hælisleitendur að hafast við á meðan grísk yfirvöld fara yfir hælisumsóknir þeirra. Rúmlega 24.000 flóttamenn og innflytjendur dvelja nú á eyjunum í Eyjahafi samkvæmt nýjustu, opinberu tölum. Þetta er mesti fjöldinn í þrjú ár. Mikill skortur er á plássi, heilbrigðisþjónustu og aðstöðu og jafnvel mat. Fólk er reitt og óttast um öryggi sitt. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, segir að rúmlega 1.100 hælisleitendur á barnsaldri dvelji nú á grísku eyjunum og sé þetta mesti fjöldinn síðan 2016.

Þegar rúmlega ein milljón flóttamanna kom til Evrópu 2015 komst Lesbos í kastljósið en stór hluti þessa fjölda kom í gegnum þessa eyju. Þegar straumurinn var sem mestur komu um 10.000 manns, aðallega sýrlenskir flóttamenn, til grísku eyjanna á hverjum sólarhring. Frá því í byrjun ágúst hafa rúmlega 6.500 manns, aðallega Afganir og Sýrlendingar, komið til eyjanna, sjóleiðis frá Tyrklandi að því að kemur fram í tölum frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNHCR. Sumar vikurnar hafa þrisvar sinnum fleiri komið í viku hverri en á sama tíma á síðasta ári.

Ekkert líf Lítið barn sést bak við girðinguna í Moria-flóttamannabúðunum. Mynd: Getty Images

Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, hefur aðeins verið við völd í rúmlega tvo mánuði. Hann hefur boðað að hann ætli að vinna að bættum aðstæðum fyrir þá 84.000 flóttamenn og innflytjendur sem nú dvelja í flóttamannabúðum um allt land. Þegar hann fór í fyrstu Evrópuferð sína nýlega ræddi hann bæði við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Emmanuel Macron Frakklandsforseta. Flóttamannamálin voru eitt stærsta umræðuefnið. Merkel er sögð hafa hvatt Mitsotakis til að nýta flóttamannasamning ESB við Tyrkland betur. Samningurinn er talinn hafa dregið úr straumi flóttamanna og innflytjenda til grísku eyjanna en þeir hlutar samningsins sem snúa að endursendingu fólks frá Grikklandi til Tyrklands þykja ekki virka mjög vel. Samkvæmt samningnum á að vera hægt að senda fólk aftur til Tyrklands þegar það kemur þaðan til Grikklands. En mjög hæg úrvinnsla mála hjá grískum yfirvöldum gerir að verkum að þetta ákvæði er ekki mikið nýtt. Tæplega 1.900 manns hafa verið sendir aftur til Tyrklands samkvæmt þessu ákvæði.

Um 67.000 hælisleitendur bíða þess að mál þeirra hljóti fullnaðarafgreiðslu hjá grískum yfirvöldum en þau afkasta að meðaltali um 2.400 á mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?