fbpx
Sunnudagur 15.september 2019  |
Pressan

93 ára og vinnur fimm daga í viku – „Konan vill ekki hafa mig heima“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. ágúst 2019 06:00

Harold Ellis til hægri. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harold Ellis, prófessor, sinnir enn kennslu fimm daga í viku á Guy‘s sjúkrahúsinu í Lundúnum á vegum University of London. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema hvað hann er 93 ára. Hann lauk læknisnámi 1948 og hefur því upplifað margvíslegar framfarir í læknisvísindum á þessu 71 ári.

Daily Mail skýrir frá þessu. Þegar Ellis er spurður af hverju hann er enn að vinna stendur ekki á svari:

„Konan vill ekki hafa mig heima á daginn, henni finnst gott að henda mér út á morgnana.“

Segir hann léttur í bragði. Eiginkonan heitir Wendy og hafa þau verið gift í 63 ár. Hann segir hana vera „frábæra“ eiginkonu. Þau eiga tvö börn og sex barnabörn.

Eftir langan og gifturíkan feril sem skurðlæknir lagði hann hnífinn á hilluna og sneri sér alfarið að kennslu í líffærafræði. Hann segir að hann hafi alltaf haft áhuga á að kenna líffærafræði, það hafi verið áhugamál hans þegar hann starfaði sem skurðlæknir.

„Ég skrifaði bók um líffærafræði fyrir læknanema fyrir mörgum árum og hún er enn í fullu gildi. Mér finnst þetta enn mjög áhugavert. Að kenna læknisfræði er mjög praktískt.“

Bókin heitir Clinical Anatomy og hefur verið prentuð 13 sinnum.

Ellis hefur gert samning við vinnufélaga sína um að þeir eigi að segja honum ef þeim finnst hann ekki lengur fær um að sinna kennslunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 2 dögum

Rigningin hefur haft sitt að segja

Rigningin hefur haft sitt að segja
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drepin af hundum sínum

Drepin af hundum sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina