fbpx
Mánudagur 16.september 2019  |
Pressan

1.900 lögreglumenn tóku þátt í umfangsmikilli aðgerð

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 24. ágúst 2019 13:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 1.900 lögreglumenn tóku á miðvikudaginn þátt í umfangsmikilli aðgerð gegn mansali í Berlín. Húsleitir voru gerðar á rúmlega 100 stöðum, bæði heimilum og fyrirtækjum, um alla Berlín.

Dagblaðið Bild segir að aðgerðin hafi einnig beinst gegn svartri vinnu. Saksóknarar segja að ráðist hafi verið í aðgerðina eftir að fjöldi tilkynninga barst um að fólki sé smyglað til Berlínar í miklum mæli og það misnotað í vinnu.

Meðal þess sem bent hefur verið á er að í byggingariðnaðinum sé það mjög algengt að fólk sé flutt sérstaklega til Berlínar og látið vinna fyrir lítil sem engin laun.

Aðgerðin teygði einnig anga sína til fylkjanna Brandenburg og Sachsen-Anhalt.

Meðal þeirra staða sem lögreglan gerði leit á eru byggingasvæði, verslanir og skrifstofur skattaráðgjafa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 2 dögum

Rigningin hefur haft sitt að segja

Rigningin hefur haft sitt að segja
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drepin af hundum sínum

Drepin af hundum sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina