fbpx
Mánudagur 16.september 2019  |
Pressan

Svartur unglingur stal bjór að andvirði tveggja dollara – Var skotinn til bana

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 23. ágúst 2019 06:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anwar Ghazali var í síðustu viku fundinn sekur um morð af annarri gráðu af kviðdómi í Memphis í Tennessee í Bandaríkjunum. Hann skaut 17 ára svartan pilt til bana eftir að hann hljóp út úr versluninni, þar sem Ghazali starfaði, með bjór sem hann greiddi ekki fyrir. Bjórinn kostaði tvo dollara.

„Hinn ákærði tók upp á því að eigin frumkvæði að vera vera dómari, kviðdómur og böðull vegna tveggja dollara bjórs.“

Sagði Lora Fowler saksóknari í samtali við WMC að réttarhöldum loknum.

Atburðurinn átti sér stað í mars 2018. Þá gekk Dorian Harris út úr Top Shop Shop með bjór sem hann hafði ekki greitt fyrir. Á upptökum úr eftirlitsmyndavélum sést Ghazali, sem var þá við afgreiðsluborðið, draga upp skammbyssu og miða á Harris sem hljóp út. Ghazali elti hann og skaut nokkrum sinnum á hann.

Hann fór því næst inn í verslunina og sagði við viðskiptavini: „Ég held að ég hafi skotið hann.“ Hann hringdi ekki í lögregluna og það gerði enginn viðskiptavinur heldur.

Harris varð fyrir þremur skotum og var skilinn eftir utanhúss þar sem honum blæddi út að sögn Fowler. Lík hans fannst tveimur dögum síðar í garði nærri versluninni.

Verjandi Ghazali sagði í samtali við CNN að skjólstæðingur hans hafi játað að hafa hegðað sér af miklu ábyrgðarleysi þetta kvöld en hafi ekki ætlað sér að skaða Harris.

Refsing Ghazali verður ákveðin þann 23. september næstkomandi. Þar sem hann var fundinn sekur um morð af annarri gráðu en ekki fyrstu verður hann ekki dæmdur í lífstíðarfangelsi en á samt sem áður þungan dóm yfir höfði sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 2 dögum

Rigningin hefur haft sitt að segja

Rigningin hefur haft sitt að segja
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drepin af hundum sínum

Drepin af hundum sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina