fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Nýjar upplýsingar – Ljósmyndari beitti mútum til að fá að taka myndir af líki Marilyn Monroe

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 23. ágúst 2019 07:00

Marilyn Monroe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

57 árum eftir dauða Marilyn Monroe koma nýjar upplýsingar tengdar dauða hennar. Í ljós hefur komið að hinn frægi ljósmyndari, Leigh Wiener tók myndir af nöktu líki Marylin Monroe stuttu eftir dauða hennar árið 1962, þrátt fyrir að líkhúsið hefði átt að vera lokað fyrir ljósmyndurum.

Í heimildamyndinni „Scandalous: The Death of Marilyn Monroe“ sem sýnd verður á Fox News á sunnudag, segir sonur Leigh Wiener frá því hvernig faðir hans fékk aðgang að líkhúsinu í Los Angeles, aðeins nokkrum klukkustundum eftir lát Marilyn Monroe til að taka hinar frægu myndir, sem þó hafa aldrei verið gerðar opinberar. Aðferðin sem hann notaði til að fá aðgang var mútur.

Devik Wiener segir frá því í heimildamyndinni að faðir hans hafi boðið nokkkrum starfsmanna líkhússinn uppá drykk og hafi þannig komist inn. Daily Mail skýrir frá þessu.

Leigh Wiener beitti oft þeirri aðferð að gefa þeim sem áttu að halda honum frá lokuðum svæðum áfengi. Sonur hans segir að þetta hafi ekki verið í fyrsta sinn sem hann hafi notað nokkrar viskýflöskur til að komast inn á svæði, sem hann ætti annars ekki að fá aðgang að.

Þrátt fyrir að myndirnar af nöktu líki Marilyn Monroe hafi aldrei verið gerðar opinberar, gildir það ekki um allar myndirnar sem Leigh Wiener tók í þessari heimsókn sinni í líkhúsið.

Ein myndanna, sem birtist í LIFE Magazine, er mjög þekkt. Þar sést merkið sem hékk á tá Marilyn undan líkklæðinu.

Marilyn Monroe, sem hét upphaflega Norma Jeane Baker, fannst látin á heimili sínu þann 5. ágúst 1962, aðeins 36 ára að aldri. Á sinni stuttu ævi náði hún að verða ein þekktasta leikkona sögunnar og eitt stærsta kyntáknið.

Meðal þeirra mynda sem hún lék í var „Some like it hot“, hún var einnig þekkt fyrir að hafa átt í ástarsambandi við John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt